Einu sinni mætt þú getur ekki hætt

Ferðumst innanlands | 9. júlí 2023

Einu sinni mætt þú getur ekki hætt

Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri í Ísafjarðardjúpi laugardaginn 22. júlí næstkomandi. Hljómsveitin Fagranes mun spila fyrir dansi, en sveitin tekur við af stuðbandinu Halla og Þórunni sem hafa spilað á ballinu síðan 1999. Ballið er löngu orðinn hluti af sumardagskrá Vestfirðinga og á ári hverju mætir stór hópur af ballþyrstum tjaldverjum á þetta goðsagnakennda ball. Heil helgi er tileinkuð ballinu og því má segja að um Ögurhátíð sé að ræða. 

Einu sinni mætt þú getur ekki hætt

Ferðumst innanlands | 9. júlí 2023

Ávallt er mikil stemmning á Ögurballi og fólk skipuleggur sumarfríið …
Ávallt er mikil stemmning á Ögurballi og fólk skipuleggur sumarfríið í kringum helgina. Ljósmynd/Aðsend

Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri í Ísafjarðardjúpi laugardaginn 22. júlí næstkomandi. Hljómsveitin Fagranes mun spila fyrir dansi, en sveitin tekur við af stuðbandinu Halla og Þórunni sem hafa spilað á ballinu síðan 1999. Ballið er löngu orðinn hluti af sumardagskrá Vestfirðinga og á ári hverju mætir stór hópur af ballþyrstum tjaldverjum á þetta goðsagnakennda ball. Heil helgi er tileinkuð ballinu og því má segja að um Ögurhátíð sé að ræða. 

Hið árlega Ögurball verður haldið í Ögri í Ísafjarðardjúpi laugardaginn 22. júlí næstkomandi. Hljómsveitin Fagranes mun spila fyrir dansi, en sveitin tekur við af stuðbandinu Halla og Þórunni sem hafa spilað á ballinu síðan 1999. Ballið er löngu orðinn hluti af sumardagskrá Vestfirðinga og á ári hverju mætir stór hópur af ballþyrstum tjaldverjum á þetta goðsagnakennda ball. Heil helgi er tileinkuð ballinu og því má segja að um Ögurhátíð sé að ræða. 

Ögurballið var fyrst haldið árið 1926 eftir að ungmennahúsið var byggt í Ögri. Datt ballið þó niður um hríð en var endurvakið af systkinunum úr Ögri árið 1999. María Sigríður Halldórsdóttir, eða Maja eins og hún er vanalega kölluð, er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar og er úr Ögurfjölskyldunni svokölluðu. Segir hún að nú sé næsta kynslóð að taka við sem ætlar sér að halda í hefðirnar.

Hljómsveitin Fagranes mun spila fyrir dansi.
Hljómsveitin Fagranes mun spila fyrir dansi. Ljósmynd/Aðsend

Rabarbaragrautur á ballinu

„Það er gömul hefð að bjóða upp á rabarbaragraut með rjóma á ballinu. Þegar ballið var fyrst að komast á laggirnar þurfti fólk að koma langt að til að mæta, fólk kom alls staðar að úr djúpinu og fór ýmist á hestum, fótgangandi eða sjóleiðina. Þá var tekið upp á að bjóða rabarbaragraut með rjóma svo fólk kæmist heim án vandræða. Við höldum í hefðina og grautinn geri ég eftir uppskrift ömmu minnar, Maju í Ögri, og fáum við alltaf rjómann frá Erpsstöðum,“ segir Maja. Ekki er erfitt að komast í birgðir af rabarbara þar sem hann vex á svæðinu og eyðir Maja yfirleitt nokkrum dögum áður en ballið er í að sjóða grautinn niður.

Ballið er sannkölluð fjölskylduhefð, enda skipulögð af stórfjölskyldunni úr Ögri, og segir Maja að fjölskyldan skipuleggi sumarfríið út frá þessari helgi. „Vinir og vandamenn eru farnir að gera það sama og það er svo frábært að sjá sama fólkið ár eftir ár sem maður myndi líklega ekki annars hitta. Þessi helgi er okkur öllum alveg ótrúlega dýrmæt því hún þjappar fjölskyldunni vel saman,“ segir Maja. Bætir hún við að öll séu þó velkomin og það sé svo sannarlega engin skylda að tengjast fjölskyldunni með neinum hætti.

Rabarbaragrauturinn er stór hluti af upplifuninni.
Rabarbaragrauturinn er stór hluti af upplifuninni. Ljósmynd/Aðsend

Andlit Ögurballsins og skötuveisla

Á hverju ári velja skipuleggjendur hátíðarinnar andlit Ögurballsins. Í ár er það enginn annar en rapparinn Erpur Eyvindarson, en hann hefur verið tíður gestur á ballinu og oftar en ekki tekið að sér að skemmta þegar hljómsveitin tekur sér pásu.

Ögurballið sjálft fer fram um kvöldið þann 22. júlí og búist er við mikilli stemmningu. Rukkað er inn við hliðið í Ögri og óþarfi er að panta fyrir fram. Nóg er af tjaldstæðum og bendir Maja á að tilvalið sé að skella sér í sund í Reykjanesi til að dusta af sér ferðarykið. 18 ára aldurstakmark er á ballið og verður strangt tekið á þeim aldurstakmörkunum.

Auk ballsins verður boðið upp á skötuveislu í hádeginu föstudaginn 21. júli og sama kvöld verður haldið barsvar. Á laugardagsmorgninum verður söguganga um svæðið sem endar með messu í Ögurkirkju. 

Hægt verður að njóta bæði Erps Eyvindar og skötunnar á …
Hægt verður að njóta bæði Erps Eyvindar og skötunnar á Ögurhátíðinni. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is