Fimm stjörnu sumarhús í Bláskógabyggð

Heimili | 6. febrúar 2024

Fimm stjörnu sumarhús í Bláskógabyggð

Í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu er að finna glæsilegan lúxusbústað með heitum potti og saunu. Falleg hönnun einkennir bústaðinn bæði að innan og utan, en það voru Árný Þórarinsdóttir og Helga Vilmundardóttir hjá Stáss arkitektum sem hönnuðu húsið. 

Fimm stjörnu sumarhús í Bláskógabyggð

Heimili | 6. febrúar 2024

Sumarhúsið er innréttað á fallegan máta.
Sumarhúsið er innréttað á fallegan máta. Samsett mynd

Í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu er að finna glæsilegan lúxusbústað með heitum potti og saunu. Falleg hönnun einkennir bústaðinn bæði að innan og utan, en það voru Árný Þórarinsdóttir og Helga Vilmundardóttir hjá Stáss arkitektum sem hönnuðu húsið. 

Í Bláskógabyggð í uppsveitum Árnessýslu er að finna glæsilegan lúxusbústað með heitum potti og saunu. Falleg hönnun einkennir bústaðinn bæði að innan og utan, en það voru Árný Þórarinsdóttir og Helga Vilmundardóttir hjá Stáss arkitektum sem hönnuðu húsið. 

Stofa, borðstofa og eldhús eru samliggjandi í björtu alrými með mikilli lofthæð og gólfsíðum gluggum. Dökkir bitar í lofti og hrátt yfirbragð á gólfi gefa rýminu mikinn sjarma, en það eru svo klassískir munir eftir heimsþekkta hönnuði sem setja punktinn yfir i-ið. 

Við borðstofuborðið má til dæmis sjá hina fallegu Y-stóla sem danski húsgagnahönnuðurinn Hand J. Wegner hannaði fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949. Stóllinn hefur vakið mikla lukku um allan heim og var mest seldi hönnunarstóllinn í Epal árið 2023. 

Sauna með trylltu útsýni

Frá alrýminu er útgengt á góðan pall sem umlykur húsið. Þar er að finna glæsilega saunu með trylltu útsýni og heitan pott. Alls eru fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi í húsinu sem rúmar allt að níu næturgesti hverju sinni.

Eignin er til útleigu á bókunarvef Airbnb. Fyrstu vikuna í júlí kostar nóttin í húsinu 1.416 bandaríkjadali, eða sem nemur rúmum 196 þúsund krónum. Hins vegar er þó nokkur verðmunur eftir árstíðum, en síðustu vikuna í febrúar kostar nóttin 484 bandaríkjadali, eða um 67 þúsund krónur. 

Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is