Tekur myndavélina með á bak

Ferðumst innanlands | 20. janúar 2024

Tekur myndavélina með á bak

Á undanförnum árum hefur ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir fangað stórkostleg augnablik af íslenska hestinum á filmu sem hafa vakið heimsathygli. Hún er hestakona af lífi og sál og ólst upp í sveit á Mýrunum þar sem hún varði miklum tíma í kringum hesta. Þessi ástríða hennar leiddi síðan til þess að hún fór að taka ljósmyndir af íslenska hestinum. 

Tekur myndavélina með á bak

Ferðumst innanlands | 20. janúar 2024

Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er hestakona af lífi og sál.
Ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir er hestakona af lífi og sál. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Á undanförnum árum hefur ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir fangað stórkostleg augnablik af íslenska hestinum á filmu sem hafa vakið heimsathygli. Hún er hestakona af lífi og sál og ólst upp í sveit á Mýrunum þar sem hún varði miklum tíma í kringum hesta. Þessi ástríða hennar leiddi síðan til þess að hún fór að taka ljósmyndir af íslenska hestinum. 

Á undanförnum árum hefur ljósmyndarinn Gígja Einarsdóttir fangað stórkostleg augnablik af íslenska hestinum á filmu sem hafa vakið heimsathygli. Hún er hestakona af lífi og sál og ólst upp í sveit á Mýrunum þar sem hún varði miklum tíma í kringum hesta. Þessi ástríða hennar leiddi síðan til þess að hún fór að taka ljósmyndir af íslenska hestinum. 

Gígja starfar sem markaðsstjóri Íshesta, ljósmyndari og flugfreyja. Hún hefur víðtæka menntun, meðal annars í hestafræðum frá Háskólanum á Hólum, í ljósmyndun frá Tækniskólanum og í markþjálfun.

Ótrúlegt sjónarspil við Fagradalsfjall. Á myndinni má sjá Ágústínus frá …
Ótrúlegt sjónarspil við Fagradalsfjall. Á myndinni má sjá Ágústínus frá Jaðri. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Íslandi?

„Ég á nokkra uppáhaldsstaði en sterkustu taugarnar liggja í sveitina mína Álftárós og þær náttúruperlur sem ég hef alist upp við í nærumhverfinu þar.“

Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi að þínu mati?

„Þó að sveitin mín skarti ljóma fegurri en ... þá hef ég eiginlega aldrei jafnað mig eftir að hafa komið í afrétt Jökulgils í Landmannalaugum, náttúrfegurðin þar er svo hrá og einstök og orkan þrungin einhverskonar eftirvæntingu. Það er einhver gátt þarna sem opnast og maður hverfur aftur í tíma og rúm og verður eitt með náttúrunni.“

Magnað augnablik sem Gígja festi á filmu í Landmannalaugum.
Magnað augnablik sem Gígja festi á filmu í Landmannalaugum. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Hvar á landinu eru skemmtilegustu reiðleiðirnar að þínu mati?

„Það er yfirleitt ansi mikið fjör að ríða fjörurnar, og jafngaman að fara upp á hálendið. Ég hef riðið Hópið nokkrum sinnum og það er eitthvað annað. Þannig að það er erfitt að gera upp á milli, hver staður hefur sína töfra.“

Að sögn Gígju er alltaf mikið fjör að ríða fjörurnar.
Að sögn Gígju er alltaf mikið fjör að ríða fjörurnar. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

„Ég fór í þrjár hestaferðir í sumar, tvær í Landmannalaugar og eina á Snæfellsnesið þar við fórum meðal annars í kringum Kirkjufellið. En besti reiðtúrinn síðasta sumar var þegar ég og maðurinn minn fórum í reiðtúr á Snæfellsnesi þegar miðnætursólin skartaði sínu fegursta og í fjörunni tók á móti okkar ansi fagurt stóð sem birtist óvænt við sjóndeildarhringinn.“

View this post on Instagram

A post shared by Gigja Einars (@gigjaeinars)

Hvað er það við hestana sem heillar þig?

„Hestar eru er með einstaka nærveru, orkan þeirra er hrein og tær og þeir jarðtengja mig. Þegar ég búin að vera í miklum mannfjölda eða í krefjandi aðstæðum, þá hverf ég til hestanna minna og í náttúruna til að hlaða batteríin. Að vera eitt með hestinum sínum og náttúrunni er tilfinning sem erfitt er að lýsa, en fyrir mig er það fullkomnun þó að það sé eitthvað allt annað fyrir aðra. “

Fallegt augnablik á milli tveggja hesta.
Fallegt augnablik á milli tveggja hesta. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Sjónarhorn knapans áhugavert

„Ég nýt þess að mynda hesta í sínu náttúrulega umhverfi, eins líka á hestbaki út frá sjónarhorni knapans. Þegar ég tek myndavélina með í hestaferð þá næ ég að mynda á sjaldséðum stöðum þar sem hvorki bílar né önnur faratæki nema hestar komast á. Stundum er farið hratt yfir og þá getur verið krefjandi að taka mynd á miklum hraða og kannski bara nokkrar af myndunum koma vel út, en svo er það þessi eina sem hugsanlega gæti orðið algjör negla,“ segir Gígja. 

Gígju þykir gaman að taka ljósmyndir frá sjónarhorni knapans. Hún …
Gígju þykir gaman að taka ljósmyndir frá sjónarhorni knapans. Hún segir það þó stundum geta verið krefjandi, sérstaklega á miklum hraða. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Hvað er það við hestana sem gerir þá að heillandi myndefni?

„Hestar eru eins og fólk, mismunandi persónuleikar. Þeir tjá sig mikið og þegar þú ferð að þekkja tjáninguna þeirra þá er svo gaman að ná þessum tilfinningum á mynd, og það gefur myndinni visst yfirbragð – er ró í henni, er spenna, gleði, sorg. Þar get ég túlkað mína eigin listrænu sýn og skapað verk sem talar til fólks á dýpri hátt en bara venjulegar hestamyndir. Ég hef vissa þörf fyrir að deila þessari túlkun með umheiminum. Ef að myndirnar mínar vekja upp sterkar tilfinningar, þá er takmarkinu náð.“

Gígja leggur áherslu á að skapa verk sem tala til …
Gígja leggur áherslu á að skapa verk sem tala til fólks á dýpri hátt en venjulegar hestamyndir gera. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir

Ertu með einhver ráð fyrir þá sem vilja bæta sig í hestaljósmyndun?

„Ef þú vilt verða verða góður hestaljósmyndari þá þarftu að stúdera hesta, þú þarft að vita hvernig þeir hugsa og bregðast við. Þá veistu hvenær mestu líkurnar eru á áhugaverðri mynd. Þetta er líka bara gullna augnablikið, ertu á réttum stað á réttum tíma og samspil á milli ljóss, náttúru, hests og ljósmyndara.“

Gígja heldur úti Instagram-reikningnum @gigjaeinars þar sem hún deilir ljósmyndunum …
Gígja heldur úti Instagram-reikningnum @gigjaeinars þar sem hún deilir ljósmyndunum sínum. Ljósmynd/Gígja Einarsdóttir
mbl.is