Benjamin og Siggi eyddu áramótunum á hálendi Íslands

Vetraríþróttir | 5. janúar 2024

Benjamin og Siggi eyddu áramótunum á hálendi Íslands

Ljósmyndararnir og ævintýramennirnir Benjamin Hardman og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa verið duglegir að ferðast um hálendi Íslands í vetur, en þeir ákváðu að taka á móti nýja árinu í óbyggðum.

Benjamin og Siggi eyddu áramótunum á hálendi Íslands

Vetraríþróttir | 5. janúar 2024

Benjamin Hardman og Sigurður Bjarni Sveinsson eyddu áramótunum á hálendi …
Benjamin Hardman og Sigurður Bjarni Sveinsson eyddu áramótunum á hálendi Íslands! Samsett mynd

Ljósmyndararnir og ævintýramennirnir Benjamin Hardman og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa verið duglegir að ferðast um hálendi Íslands í vetur, en þeir ákváðu að taka á móti nýja árinu í óbyggðum.

Ljósmyndararnir og ævintýramennirnir Benjamin Hardman og Sigurður Bjarni Sveinsson hafa verið duglegir að ferðast um hálendi Íslands í vetur, en þeir ákváðu að taka á móti nýja árinu í óbyggðum.

Benjamin og Sigurður hafa báðir verið duglegir að ferðast um hálendi Íslands undanfarin ár og taka ljósmyndir, en þeir eru með fyrirtækið Storm Expedition og voru með ljósmyndavinnustofu í desember á hálendinu. 

Vinirnir birtu myndband frá áramótunum á Instagram, en eins og sjá má kvöddu þeir árið 2023 með nokkrum flugeldum í svarta myrkri. Myndandið hefur hlotið þó nokkra athygli, enda ekki oft sem maður sér flugeldasýningu á miðju hálendi.

mbl.is