Icelandair kynnir nýjan skíðaáfangastað

Vetraríþróttir | 12. júlí 2023

Icelandair kynnir nýjan skíðaáfangastað

Icelandair tilkynnir Innsbruck í Austurríki sem nýjan áfangastað. Flogið verður til borgarinnar einu sinni í viku, á laugardögum, frá 27. janúar til 2. mars 2024.

Icelandair kynnir nýjan skíðaáfangastað

Vetraríþróttir | 12. júlí 2023

Skíðaparadísin Innsbruck er nýr áfangastaður Icelandair.
Skíðaparadísin Innsbruck er nýr áfangastaður Icelandair. Samsett mynd

Icelandair tilkynnir Innsbruck í Austurríki sem nýjan áfangastað. Flogið verður til borgarinnar einu sinni í viku, á laugardögum, frá 27. janúar til 2. mars 2024.

Icelandair tilkynnir Innsbruck í Austurríki sem nýjan áfangastað. Flogið verður til borgarinnar einu sinni í viku, á laugardögum, frá 27. janúar til 2. mars 2024.

Innsbruck er höfuðborg Tíról héraðs í Austurríki og er umkringd fjölda frábærra skíðasvæða í austurrísku og svissnesku Ölpunum. Borgin bætist við fjölbreytt úrval skíðaáfangastaða Icelandair veturinn 2023-2024 en helstu áfangastaðir auk Innsbruck eru Munchen, Salzburg, Zurich, Verona, Osló og Vancouver.

„Það er frábært að fá Innsbruck inn í okkar öfluga leiðakerfi. Borgin er umkringd einum bestu skíðasvæðum heims og er því mjög eftirsóttur áfangastaður fyrir skíðafólk. Vegna staðsetningarinnar er Innsbruck flugvöllur sérlega umsetinn yfir vetrartímann og því erum við afar stolt af því að geta bætt borginni við fjölbreytt úrval skíðaáfangastaða næsta vetur,“ segir Tómas Ingason, framkvæmdastjóri leiðakerfis og sölu Icelandair.

Helstu skíðasvæði og aksturstími frá Innsbruck.
Helstu skíðasvæði og aksturstími frá Innsbruck.
mbl.is