Ofurfyrirsæta tekur yfir skíðabrekkurnar

Vetraríþróttir | 22. desember 2022

Ofurfyrirsæta tekur yfir skíðabrekkurnar

Skíðabrekkur Utah í Bandaríkjunum breyttust í tískupalla þegar brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio mætti í brekkurnar með fjölskyldu sinni. Fyrirsætan hefur ákveðið að flýja sólina í hlíðum Hollywood og leita uppi alvöru hátíðarstemningu í snjónum. 

Ofurfyrirsæta tekur yfir skíðabrekkurnar

Vetraríþróttir | 22. desember 2022

Brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio er stödd á skíðasvæði í Utah …
Brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio er stödd á skíðasvæði í Utah um þessar mundir. Skjáskot/Instagram

Skíðabrekkur Utah í Bandaríkjunum breyttust í tískupalla þegar brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio mætti í brekkurnar með fjölskyldu sinni. Fyrirsætan hefur ákveðið að flýja sólina í hlíðum Hollywood og leita uppi alvöru hátíðarstemningu í snjónum. 

Skíðabrekkur Utah í Bandaríkjunum breyttust í tískupalla þegar brasilíska ofurfyrirsætan Alessandra Ambrosio mætti í brekkurnar með fjölskyldu sinni. Fyrirsætan hefur ákveðið að flýja sólina í hlíðum Hollywood og leita uppi alvöru hátíðarstemningu í snjónum. 

Fjölskyldan er stödd á lúxusskíðasvæðinu Montage Deer Valley, en í ferðinni með Ambrosio eru kærasti hennar, Richard Lee, og börnin hennar tvö, Anja og Noah. 

Það er sannarlega mikil hátíðarstemning í skíðabrekkunni í kringum jólin.
Það er sannarlega mikil hátíðarstemning í skíðabrekkunni í kringum jólin. Skjáskot/Instagram

Stílhrein í brekkunni

Af myndum að dæma hefur fjölskyldan skemmt sér konunglega í fríinu hingað til, en auk mikillar útiveru hafa þau meðal annars farið í keilu og gætt sér á gómsætum mat. 

Ambrosio klæddist að sjálfsögðu stílhreinum skíðafötum þegar hún stillti sér upp í brekkunni eins og henni einni er lagið, en hún klæddist þröngum snjógalla frá merkinu Perfect Moment. Til að halda hlýju á sér fór fyrirsætan í hvíta rúllukragapeysu undir gallann og var með eyrnaband í stíl. 

Fyrirsætan í stílhreinu dressi.
Fyrirsætan í stílhreinu dressi. Skjáskot/Instagram
mbl.is