„Myndavélin drífur mann oft út“

Fjallganga | 10. september 2023

„Myndavélin drífur mann oft út“

Jón Gauti Jónsson sigraði ljósmyndakeppni ferðavefs mbl.is á dögunum með ljósmyndinni Ferðalangur í eigin heimi í Kerlingarfjöllum. Jón Gauti starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Íslensk fjárfesting en nýtur þess í frítíma sínum að fara á fjöll með myndavélina allt árið um kring.

„Myndavélin drífur mann oft út“

Fjallganga | 10. september 2023

Jón Gauti Jónsson bar sigur úr bítum í ljósmyndakeppni ferðavefs …
Jón Gauti Jónsson bar sigur úr bítum í ljósmyndakeppni ferðavefs mbl.is. Samsett mynd

Jón Gauti Jónsson sigraði ljósmyndakeppni ferðavefs mbl.is á dögunum með ljósmyndinni Ferðalangur í eigin heimi í Kerlingarfjöllum. Jón Gauti starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Íslensk fjárfesting en nýtur þess í frítíma sínum að fara á fjöll með myndavélina allt árið um kring.

Jón Gauti Jónsson sigraði ljósmyndakeppni ferðavefs mbl.is á dögunum með ljósmyndinni Ferðalangur í eigin heimi í Kerlingarfjöllum. Jón Gauti starfar sem verkefnastjóri hjá fyrirtækinu Íslensk fjárfesting en nýtur þess í frítíma sínum að fara á fjöll með myndavélina allt árið um kring.

„Ég er áhugaljósmyndari og er búinn að vera að taka myndir í einhver fjögur eða fimm ár og mikið úti í náttúrunni. Myndavélin drífur mann oft út að reyna að fanga ákveðin augnablik, sérstaklega ef maður er með einhverja hugmynd af mynd. Ég hef mikið verið að flækjast um hálendið og náttúruna með myndavél og reynt að smella áhugaverðum römmum, en svo fer maður líka í sérstakar ferðir til að ná ákveðnum myndum,“ segir Jón Gauti.

Jón Gauti hefur mikla ástríðu fyrir útivist og ljósmyndun og …
Jón Gauti hefur mikla ástríðu fyrir útivist og ljósmyndun og er duglegur að fara á fjöll allt árið um kring.

„Stundum er maður bara heppinn með stund og stað“

Verðlaunamyndina tók Jón Gauti á ferðalagi sínu um Kerlingarfjöllin, en hann hefur ferðast nokkuð oft um þær slóðir og segist þarna hafa náð að fanga einstakt augnablik fyrir hálfgerða heppni. 

„Ég hef ferðast nokkuð oft um Kerlingarfjöllin og maður sér oft myndir þaðan frá sömu sjónarhornunum. En þarna voru aðstæðurnar aðeins öðruvísi – annað sjónarhorn og falleg lýsing, en svo er akkúrat einhver erlendur ferðamaður þarna sem lítur út fyrir að vera í þungum þönkum eða í sínum heimi. Þannig að stundum er maður bara heppinn með stund og stað,“ útskýrir hann.

„Þarna er bæði öðruvísi og fallegt umhverfi en svo er það þessi einstaklingur sem setur svolítið stemninguna í myndina,“ bætir hann við.

Verðlaunamyndin sem Jón Gauti tók í Kerlingarfjöllum.
Verðlaunamyndin sem Jón Gauti tók í Kerlingarfjöllum. Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson

Hver staður með sinn sjarma

Jón Gauti hefur stundað fjallamennsku í mörg ár og hefur gengið mikið víðsvegar um landið, bæði í styttri og lengri ferðum. Spurður hvort hann eigi sér uppáhaldsgönguleið á Íslandi svarar Jón Gauti að hann eigi erfitt að gera upp á milli, enda hafi hver staður sinn sjarma. 

„Það er bara svo ótrúlega mikið af fallegum stöðum á Íslandi og maður hefur þvælst út og suður, svo það er hálf vonlaust að velja á milli. Það er eiginlega alveg sama hvar þú drepur niður fæti, hver staður hefur ákveðinn karakter og sjarma,“ segir hann.

Mikil fegurð og litadýrð fylgir oft háhitasvæðum.
Mikil fegurð og litadýrð fylgir oft háhitasvæðum. Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson
Fallegt augnablik við sjóinn sem Jón Gauti fangaði á filmu.
Fallegt augnablik við sjóinn sem Jón Gauti fangaði á filmu. Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson

Jón Gauti segir marga af fegurstu stöðum landsins vera á jöklum og í kringum jökla, en einnig á háhitasvæðum þar sem litadýrðin fangar augað. „Ég fer líka mikið á Reykjanesið sem er leynd náttúruperla. Það eru margir fallegir staðir þar sem eru mjög aðgengilegir en Íslendingurinn fer kannski minna á, en maður tekur mikið eftir erlendum ferðamönnum nú orðið á Reykjanesinu,“ segir hann. 

„Svo er líka eitt að vera í sól og sumaryl og annað að vera í drungalegra veðri og kulda, það er önnur stemning sem hefur samt sinn sjarma,“ bætir hann við.

Fyrir verðlaunamyndina hlaut Jón Gauti veglegan vinning í Fjallakofanum sem hann segir að muni nýtast vel, enda nóg af skemmtilegum ferðalögum framundan hjá honum.

Jón Gauti segir Reykjanesið vera falda perlu.
Jón Gauti segir Reykjanesið vera falda perlu. Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson
„Myndavélin drífur mann oft út að reyna að fanga eitthvað …
„Myndavélin drífur mann oft út að reyna að fanga eitthvað af þessari miklu fegurð sem við búum við.“ Ljósmynd/Jón Gauti Jónsson
mbl.is