Snjódrífur efna til Leggöngunnar

Fjallganga | 16. ágúst 2023

Snjódrífur efna til Leggöngunnar

Snjódrífurnar, sem standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskrafti, efna til Leggöngunnar þann 7. október næstkomandi. Þar munu um 130 konur ganga til styrktar Lífskrafti og er markmið göngunnar að safna fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. 

Snjódrífur efna til Leggöngunnar

Fjallganga | 16. ágúst 2023

Gangan er gengin til styrktar góðgerðarfélaginu Lífskrafti.
Gangan er gengin til styrktar góðgerðarfélaginu Lífskrafti.

Snjódrífurnar, sem standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskrafti, efna til Leggöngunnar þann 7. október næstkomandi. Þar munu um 130 konur ganga til styrktar Lífskrafti og er markmið göngunnar að safna fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. 

Snjódrífurnar, sem standa að baki góðgerðarfélaginu Lífskrafti, efna til Leggöngunnar þann 7. október næstkomandi. Þar munu um 130 konur ganga til styrktar Lífskrafti og er markmið göngunnar að safna fyrir eggheimtuaðgerðum og sálfræðimeðferð fyrir fólk sem þarf að takast á við ófrjósemi eftir krabbameinsmeðferð. 

Leggangan verður farin um norðurbrúnir Landmannaöskjunnar og Háölduna, hæsta fjallið á Landmannalaugasvæðið. Um er að ræða 16 kílómetra göngu með rúmlega 1000 metra hækkun. Leiðangursstjóri göngunnar er Brynhildur Ólafsdóttir og verður gönguleiðinni formlega gefið heitið Leggangan með vígsluathöfn í upphafi ferðar.

Auk göngunnar sjálfrar verða svokallaðar Leggöngupeysur seldar til styrktar verkefninu í samstarfi við 66°Norður og eru þær fáanlegar í vefverslun 66°Norður.

Leggöngupeysur verða seldar til styrktar málefninu í samstarfi við 66°Norður.
Leggöngupeysur verða seldar til styrktar málefninu í samstarfi við 66°Norður.

„Þetta málefni er mér mikilvægt og það gleður að geta haft jákvæð áhrif bæði með fjárhagsstuðningi og umræðu í samfélaginu. Þetta er flókið og viðkvæmt en það skiptir sköpum að það sé umræða um málið og stuðningur. Það eitt að greinast með krabbamein er gríðarlegt áfall og risa verkefni og síðan bætist ofan á það áhyggjur um að geta ekki eignast börn. Hér á Íslandi greinast árlega um 80 einstaklingar með krabbamein á barneignaraldri,“ segir Sirrý Ágústsdóttir upphafskona Lífskrafts, sem hefur sjálf sigrast tvisvar sinnum á krabbameini.

Hægt er að styðja við Lífskraft með því að senda SMS í símanúmerið 1900

●      Sendið textann LIF1000 fyrir 1.000 kr.
●      Sendið textann LIF3000 fyrir 3.000 kr.
●      Sendið textann LIF5000 fyrir 5.000 kr.
●      Sendið textann LIF10000 fyrir 10.000 kr.

Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0133-26-002986, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.

mbl.is