Fær andlega næringu á fjöllum

Fjallganga | 26. ágúst 2023

Fær andlega næringu á fjöllum

Bergur Pálsson er kerfisfræðingur sem endurnærir sig á fjöllum þegar hann er ekki á skrifstofunni. Í haust ætlar hann að njóta en ekki þjóta í skemmtilegum félagsskap sem leiðsögumaður verkefnisins Flakks og firninda á vegum Ferðafélags Íslands. 

Fær andlega næringu á fjöllum

Fjallganga | 26. ágúst 2023

Bergur kann best við sig á fjöllum.
Bergur kann best við sig á fjöllum. Ljósmynd/Aðsend

Bergur Pálsson er kerfisfræðingur sem endurnærir sig á fjöllum þegar hann er ekki á skrifstofunni. Í haust ætlar hann að njóta en ekki þjóta í skemmtilegum félagsskap sem leiðsögumaður verkefnisins Flakks og firninda á vegum Ferðafélags Íslands. 

Bergur Pálsson er kerfisfræðingur sem endurnærir sig á fjöllum þegar hann er ekki á skrifstofunni. Í haust ætlar hann að njóta en ekki þjóta í skemmtilegum félagsskap sem leiðsögumaður verkefnisins Flakks og firninda á vegum Ferðafélags Íslands. 

„Ég vinn dagsdaglega sem kerfisstjóri innlána og greiðslna hjá Reiknistofu bankanna. Göngurnar eru mitt frí og Ferðafélagið vill að ég dragi fleiri með í mitt frí,“ segir Bergur.

„Ég held að það að vera úti og fá súrefni, að vera í íslenskri náttúru og að takast á við veður og aðstæður sé meira gefandi íþrótt bæði fyrir líkama og huga en að berjast við tæki í einhverjum sal, alla vega fyrir mig. Það sem er svo gott við útiveruna líka er að hún er ekki bara jafnerfið íþrótt og maður velur hverju sinni, heldur líka góð næring.“

Ætlar að líta upp og njóta

„Ég er búinn að ganga lengi með Ferðafélaginu og hef verið mikið í öðruvísi ferðum en gerist og gengur í gegnum tíðina. Það eru allar tegundir af ferðamennsku á hálendinu, t.d. á skíðum, vélsleða, jeppa, fjallaskíðum, gönguskíðum, almennar göngur og fjallamennska. Ég bjó tíu ár í Danmörku. Það var ekki alveg auðvelt að stunda fjallamennsku þar en þá fór maður bara til allra hinna landanna í kring,“ segir Bergur sem dreif sig fyrir nokkrum árum í nám í fjallamennsku og fjallaleiðsögn hjá Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.

Eftir námið langaði Berg að hella sér út í að fara með hópa á fjöll og fannst honum heillandi að gera það á vegum Ferðafélagsins enda ánægður með starf félagsins. Hann heldur utan um fjallaverkefnið Flakk og firnindi ásamt Signýju Jónsdóttur sem hann kynntist í fjallamennskunáminu.

„Flakk og firnindi er fyrir vant göngufólk sem vill hreyfa sig úti og ganga millierfiðar leiðir, á meðalhá fjöll, eins og til dæmis Akrafjall, Heiðarhorn, Trölladyngju og Þorbjörn en einnig lengri dagleiðir um þjóðleiðir eins og Selvogsgötu og Kattartjarnaleið, með þjóðlegum og sögulegum fróðleik. Og svo til dæmis Grænihryggur sem fulltrúi firninda. Við viljum hafa gaman af og prófa ferska upplifun eins og að líta upp og njóta umhverfisins, prófa að ganga berfætt þar sem það er hægt og virkja önnur skilningarvit, eins og að hugsa um lyktina, hljóðið – eða það sem ekki heyrist, snerta hlutina sem verða á vegi okkar. Njóta en ekki þjóta,“ segir Bergur.

Bergur í sínu náttúrulega umhverfi.
Bergur í sínu náttúrulega umhverfi. Ljósmynd/Aðsend

Hleður batteríin úti

Þegar ég byrjaði að ganga á fjöll reglulega var ég í gönguhóp sem passaði fullkomlega fyrir mig. Þá gerist þetta svolítið sjálfkrafa að maður nær því formi sem þarf í þær göngur sem hópurinn fer í. Þess vegna er ég kannski líka svolítið meðvitaður um hvað eru léttar göngur og hvað eru erfiðar göngur. Ég hef mesta trú á því að besta heilsueflingin sé langtímaþróun á sjálfum manni, eftir því hvernig hóp maður velur,“ segir Bergur.

Hafa göngurnar skilað þér góðu þoli?

„Ég er í nokkuð góðu formi, ég get gengið á Hvannadalshnúk án þess að hafa mikið fyrir því. Hef þverað Vatnajökul tvö síðustu ár.“

Skiptir félagsskapurinn máli?

„Vinahópurinn stækkar og það mætist hópur þar sem allir eru á sama grundvelli óháð stöðu, starfi og bakgrunni í þjóðfélaginu. Fyrir vikið þá hristast saman ólíkir menningarheimar og maður kynnist í göngunum fólki sem hafði líklega ekki kynnast öðruvísi. Svo finnur maður fólk sem var kannski með manni í skóla einu sinni.“

Hvernig hefur þú tíma fyrir þetta allt?

„Ég er búinn að vera í útivistinni af því ég nota hana til að hlaða batteríin. Það er nauðsynlegt fyrir mig þegar ég kem heim, að fara út að ganga. Þetta er andleg næring,“ segir Bergur.

mbl.is