„Konur eiga ekki að þurfa að skammast sín fyrir óléttukúluna“

Líkamsvirðing | 13. janúar 2024

„Konur eiga ekki að þurfa að skammast sín fyrir óléttukúluna“

Pálína Ósk Ómarsdóttir er 32 ára snyrti- og förðunarfræðingur sem eignaðist sitt þriðja barn í september síðastliðnum. Hún hefur talað opinskátt um líkamsímynd á og eftir meðgöngu á samfélagsmiðlum sínum í von um að útrýma þeirri staðalímynd að óléttukúlur þurfi allar að vera eins, en sjálf var hún ekki með hina „hefðbundnu“ kúlulaga óléttukúlu á seinni meðgöngunum sínum tveimur og fékk ljótar athugasemdir vegna þess.

„Konur eiga ekki að þurfa að skammast sín fyrir óléttukúluna“

Líkamsvirðing | 13. janúar 2024

Pálína Ósk Ómarsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur verið …
Pálína Ósk Ómarsdóttir er þriggja barna móðir sem hefur verið dugleg að deila efni sem tengist líkamsímynd á og eftir meðgöngu á samfélagsmiðlum sínum. Samsett mynd

Pálína Ósk Ómarsdóttir er 32 ára snyrti- og förðunarfræðingur sem eignaðist sitt þriðja barn í september síðastliðnum. Hún hefur talað opinskátt um líkamsímynd á og eftir meðgöngu á samfélagsmiðlum sínum í von um að útrýma þeirri staðalímynd að óléttukúlur þurfi allar að vera eins, en sjálf var hún ekki með hina „hefðbundnu“ kúlulaga óléttukúlu á seinni meðgöngunum sínum tveimur og fékk ljótar athugasemdir vegna þess.

Pálína Ósk Ómarsdóttir er 32 ára snyrti- og förðunarfræðingur sem eignaðist sitt þriðja barn í september síðastliðnum. Hún hefur talað opinskátt um líkamsímynd á og eftir meðgöngu á samfélagsmiðlum sínum í von um að útrýma þeirri staðalímynd að óléttukúlur þurfi allar að vera eins, en sjálf var hún ekki með hina „hefðbundnu“ kúlulaga óléttukúlu á seinni meðgöngunum sínum tveimur og fékk ljótar athugasemdir vegna þess.

Pálína er búsett á sveitabæ rétt fyrir utan Sauðárkrók ásamt eiginmanni sínum, Jóni Gunnari Vésteinssyni bónda, og börnunum þeirra þremur. Pálína rekur snyrti- og fótaaðgerðarstofu ásamt vinkonu sinni á Sauðárkróki og er með netverslunina La Belle Beauty Iceland. 

Elsti sonur Jóns og Pálínu er fæddur árið 2018, miðju …
Elsti sonur Jóns og Pálínu er fæddur árið 2018, miðju sonur þeirra er fæddur árið 2020 og dóttir þeirra kom í heiminn í september 2023.

Glímdi við átröskun og erfið áföll

Þegar Pálína varð ófrísk að sínu fyrsta barni hafði hún verið í mikilli sjálfsvinnu. Hún glímdi við átröskun þegar hún var 19 ára og leitaði sér hjálpar hjá Hvítabandinu. Þá hafði hún einnig farið til sálfræðinga og félagsráðgjafa til að vinna úr öðrum erfiðum áföllum. 

„Þegar ég var 21 árs þá var mér nauðgað og þá beið mín þriggja ára dómsferli þar sem maðurinn var dæmdur. Ég hafði einnig verið í andlegu og líkamlegu ofbeldissambandi sem hafði mikil áhrif á sjálfsmyndina mína,“ segir Pálína. 

Aðspurð segir hún líkamsímynd sína hafa verið mjög góða áður en hún varð ófrísk. „Það sem hjálpaði mér líka var að kynnast manninum mínum. Það kom mér svo á óvart hvað það eitt að vera í heilbrigðu sambandi getur hjálpað manni með sjálfstraustið,“ segir hún. 

„Það tekur líka tíma að jafna sig“

Pálína segir líkamsímynd sína hafa tekið breytingum eftir meðgöngurnar. Hún viðurkennir að það hafi tekið hana tíma að meðtaka líkamsbreytingarnar eftir hverja meðgöngu, jafnvel þótt hún hafi allan tímann verið meðvituð um að það væri eðlilegt að líkaminn tæki breytingum og hafi forðast að bera sig saman við aðrar konur. 

„Ég þyngdist á öllum meðgöngunum og mest núna seinast. Ég er mennsk og get sagt að ég þurfti alveg að vinna í mér með það, það er krefjandi að þyngjast svona hratt og það tók sinn toll á líkamann. En það sem skiptir mig máli í lífinu í dag er að vera hraust og til staðar fyrir börnin mín, ekki vera upptekin af því að vera í einhverju ákveðnu formi,“ segir hún. 

„Ég gat æft eftir allar meðgöngurnar á mínum hraða og tíma og ég veit að það tekur tíma að jafna sig eftir meðgöngu. Það tók líkamann níu til tíu mánuði að búa til barn svo það tekur líka tíma að jafna sig,“ bætir hún við. 

Fyrri myndin er tekin á meðgöngu og seinni myndin tveimur …
Fyrri myndin er tekin á meðgöngu og seinni myndin tveimur árum eftir meðgönguna.

Glímdi við mikinn kvíða á annarri meðgöngunni

Pálína er með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni (e. PCOS) og segist hafa búist við að það tæki hana lengri tíma en það gerði að verða þunguð. Hún var því himinlifandi með þunganirnar. 

„Ég var ekkert endilega viss um að ég myndi geta átt börn. En svo komst ég að því að ég væri ófrísk að elsta syni mínum þegar ég var nýkomin heim úr Asíureisu og gengin átta vikur á leið,“ segir hún. 

„Með seinni strákinn ákváðum við að byrja að reyna fyrr þar sem ég bjóst við að það tæki líka lengri tíma þá, en með hjálp Letrozole-lyfja þá tók það nú bara einn mánuð og þá var eldri strákurinn minn í kringum átta mánaða. Ég var yfir mig ánægð en fékk rosalegan kvíða og ótta á þeirri meðgöngu sem reyndist mér mjög erfitt og hafði mikil áhrif á mig, líka eftir meðgönguna,“ útskýrir Pálína. 

Að sögn Pálínu var aðdragandi þriðju meðgöngunnar erfiðastur, en hún hætti á getnaðarvarnarpillunni og fékk í kjölfarið slæm PCOS-einkenni og varð mjög veik af Letrozole-lyfjunum. „Eftir að hafa verið kvalin, þreytt og uppgefin á sál og líkama í marga mánuði þá ákváðum við að bóka tíma hjá Livo, en sama mánuð og við áttum tíma fékk ég svo jákvætt óléttupróf. Þvílíkur léttir sem það var og mikil hamingja,“ segir hún. 

Á miðju meðgöngunni upplifði Pálína mikinn kvíða sem hafði áfram …
Á miðju meðgöngunni upplifði Pálína mikinn kvíða sem hafði áfram áhrif á hana eftir fæðinguna.

Fótbrotin og með POTS-einkenni á þriðju meðgöngunni

Aðspurð segir Pálína meðgöngurnar þrjár hafa verið mismunandi en allar gengið erfiðlega. „Ég fékk sykursýki og grindargliðnun á þeim öllum og þurfti að hætta að vinna snemma sem er erfitt þegar maður er í eigin rekstri,“ segir hún. 

Á þriðju meðgöngunni lenti Pálína í því óhappi að fótbrjóta sig og fékk POTS (e. Postural Orthostatic Tachycardia Syndrome) einkenni,  hraðan hjartslátt og átti erfitt með að standa. „Ég get alveg sagt að líkaminn minn er ekki gerður í að ganga með barn,“ segir hún. 

Pálína segir fæðingarnar einnig hafa verið mismunandi, en hún var gangsett í öll skiptin. Það munaði litlu að fyrsta fæðingin hafi endað í soglukku þar sem drengurinn var fastur í grindinni, en ljósmóðirin náði svo að snúa honum. „Ég fékk mænudeyfingu með hann sem bjargaði mér verkjalega séð,“ segir hún. 

„Við þetta triggeraðist allt hjá mér“

Fæðing miðjusonar Pálínu tók mikið á hana andlega en þá gekk fyrsta bylgja kórónuveirufaraldursins yfir landið og því fékk Jón takmarkað að vera hjá henni. „Maðurinn minn fékk að koma um klukkan 16:30 þegar ég var komin í virka fæðingu en var farinn aftur klukkan 23:00,“ segir Pálína, en drengurinn kom í heiminn um klukkan 19:00.

„Í fæðingunni var síminn endalaust að hringja. Þegar maðurinn minn svaraði svo símanum eftir fæðinguna þá var það lögreglan á Akureyri að saka okkur um að hafa hurðað bíl. Seinast þegar ég átti í samskiptum við lögregluna á Akureyri var ég að kæra nauðgunina. Við þetta triggeraðist allt hjá mér, það var eitthvað sem gerðist sem varð til þess að ég náði ekki að tengjast barninu mínu,“ segir Pálína. 

„Ég hafði heyrt um það að konur næðu ekki að finna þessa tengingu við barnið svo ég áttaði mig á hvað væri að gerast, en ég átti mjög erfitt með það og finnst enn erfitt í dag að hafa liðið svona. Ég var svo ein á sjúkrahúsinu í tvo daga og svaf ekkert. Líkaminn minn náði ekki að róa sig niður þrátt fyrir svefnlyf og verkjalyf. 

Eftir að ég kom heim endaði ég í alvarlegu fæðingarþunglyndi, en þar sem ég hafði verið að hitta fagaðila áður fyrr þá fór ég upp á heilsugæslu og bað mæðraverndina um hjálp sem ég fékk og er svo þakklát fyrir í dag,“ bætir hún við. 

Var sjö daga í gangsetningu

Í þriðju fæðingunni var Pálína heila sjö daga í gangsetningu. „Prinsessan ætlaði aldeilis að láta bíða eftir sér. Ég fékk töflur og stíla en ekkert gerðist. Seinasta daginn þá var belgurinn sprengdur tvisvar þar sem það heppnaðist ekki í fyrra skiptið. Eftir það gerðist allt hratt og ég endaði með því að „reyna“ að fá mænudeyfingu, en þær hittu alltaf í æð. Á meðan þær voru að reyna þá ákvað sú litla að koma í heiminn og ég endaði á því að fara úr fimm í tíu í útvíkkun og með brjálaðar hríðar,“ rifjar hún upp.

„Það var allt rifið af bakinu á mér og mér fleygt aftur upp í rúmið en þá var hún hálf komin út svo ég þurfti að rembast einu sinni og þá var hún komin. Ég var mjög glöð eftir á að ná að prófa að fæða án deyfingar,“ bætir hún við. 

Pálína segist hafa verið fljót að jafna sig líkamlega eftir sjálfar fæðingarnar en andlega hafi það tekið lengri tíma. „Það er mikil sjálfsvinna fyrir mig að komast heil í gegnum fæðingarorlofið með dóttur mína, en það tók mig tvö ár að „finna mig“ aftur eftir miðju meðgönguna,“ segir hún. 

Það tók Pálínu tíma að „finna sig“ aftur eftir miðju …
Það tók Pálínu tíma að „finna sig“ aftur eftir miðju meðgönguna.

Fékk ljótar athugasemdir um óléttukúluna sína

Mismunandi óléttukúlur hafa verið stór hluti af umræðu Pálínu um líkamsímynd á og eftir meðgöngu á samfélagsmiðlum, en hún segist oft hafa fengið leiðinlegar athugasemdir um óléttukúlu sína á seinni meðgöngunum tveimur. 

„Á fyrstu meðgöngunni var ég með kúlulaga kúlu og það var öðruvísi upplifun. Ég var öruggari og fann ekki fyrir neinni skömm. Á miðju meðgöngunni var ég ekki með kúlulaga kúlu og það tók mig tíma að læra að elska hana, en það var ekki fyrr en undir lokin sem ég naut þess að vera með óléttukúlu,“ útskýrir Pálína. 

Pálína segir upplifunina að vera með „hefðbundna“ kúlulaga óléttukúlu hafa …
Pálína segir upplifunina að vera með „hefðbundna“ kúlulaga óléttukúlu hafa verið allt öðruvísi.

Á miðju meðgöngunni vann Pálína á leikskóla, en hún fékk seinna að heyra leiðinlegar athugasemdir um útlit hennar á meðgöngunni. „Ég fékk að heyra það frá viðskiptavini í vinnunni minni að það hafi kona verið að tala um hversu feit ég var þegar ég vann á leikskólanum, en henni var svo bent á að ég hafi nú bara verið ólétt,“ segir Pálína. 

„Óléttukúlur eru ekki allar eins“

Á þriðju meðgöngunni sást snemma á Pálínu að hún væri ófrísk og segist hún fljótt hafa byrjað að fá leiðinlegar athugsemdir. „Ég var með mikla svuntu eftir fyrri meðgöngurnar og fékk snemma athugasemdir um að það væri eins og ég væri gengin níu mánuði á leið, en fólki brá þegar ég sagði að ég væri kannski bara gengin fimm mánuði á leið,“ rifjar Pálína upp. 

„Ég fékk reglulega ummæli um hvort ég væri viss um að það væri bara eitt barn þarna inni ... ég get alveg sagt að það var orðið vel þreytt,“ bætir hún við. 

Pálína fékk ljótar og leiðinlegar athugasemdir um óléttukúlu sína á …
Pálína fékk ljótar og leiðinlegar athugasemdir um óléttukúlu sína á seinni meðgöngunum tveimur.

Pálína vonar að með því að deila myndum af óléttukúlunum sínum fari fólk að læra að óléttukúlur séu ekki allar eins, enda sé svo margt sem geti spilað inn í hvernig kúlan er. „Til dæmis ef þú hefur verið ólétt áður, þá er líkaminn fljótari að aðlagast meðgöngunni. Svo getur vöðvaminnið, slakir kviðvöðvar eða bil á milli kviðvöðvanna (e. Diastis recti) haft áhrif,“ segir hún. 

„Líka uppþemba sem getur verið vegna hormóna eða einfaldlega útaf hægðatregðu og já, það er með þeim fyrstu einkennum sem margar konur finna fyrir. Stór óléttukúla getur einnig komið vegna sykursýki,“ bætir hún við. 

Pálínu þykir mikilvægt að fólk átti sig á því að …
Pálínu þykir mikilvægt að fólk átti sig á því að óléttukúlur séu ekki allar eins.

Algengt að konur sjái eingöngu „hefðbundnar“ óléttukúlur á samfélagsmiðlum

Pálína segir það vera fullkomlega eðlilegt að vera ekki með þessa „hefðbundnu“ kúlulaga óléttukúlu og að það sé miklu algengara en konur gera sér grein fyrir. Hún leggur einnig áherslu á að konur eigi ekki að þurfa að skammast sín fyrir óléttukúluna sína. 

„Ég hef fengið mörg skilaboð frá konum með svipaða kúlu og ég sem hafa þakkað mér fyrir að sýna hana. Það er of algengt að konur sjái eingöngu þessa „hefðbundnu“ óléttukúlu á samfélagsmiðlum,“segir hún. 

„Sem betur fer var ég búin að vinna mikið í sjálfri mér á þriðju meðgöngunni og elskaði hvern einasta hluta af líkamanum mínum í þessu ferli. Ég er mjög sátt við mig í dag og tek því ekki inn á mig þegar einhver setur út á líkamann minn,“ bætir hún við. 

Pálínu þykir mikilvægt að allar óléttukúlur fái að njóta sín.
Pálínu þykir mikilvægt að allar óléttukúlur fái að njóta sín.

„Fólk þarf að læra að orð hafa afleiðingar. Þú veist aldrei hvað manneskjan sem þú ert að tala við er að ganga í gegnum eða hvar hún stendur með sína sjálfsvinnu. Þau orð sem eru notuð geta algjörlega brotið einstakling niður þótt manneskjan hafi ekki ætlað sér að gera það. Það gefur miklu meira af sér að hrósa og gleðja fólk, til dæmis með því að segja: „Þú blómstrar“, „Voðalega er kúlan þín falleg“ eða „Þú ert svo myndarleg“. Við skulum muna að við erum að búa til líf, líkaminn okkar er að umtrudna öllu til þess og við þurfum ekki að upplifa skömm fyrir það,“ segir hún. 

mbl.is