Fjarlægðu alla botna úr skóm til að lifa berfættum lífsstíl

Líkamsvirðing | 2. febrúar 2024

Fjarlægðu alla botna úr skóm til að lifa berfættum lífsstíl

Ung hjón í Bandaríkjunum hafa á síðastliðnum sólarhring vakið sérstaka athygli fyrir myndband á TikTok. Frá því á fimmtudag hafa tæplega tvær milljónir manna víðsvegar um heim horft á þetta rúmlega einnar mínútu myndband og nærri 40.000 manns skrifað athugasemdir.

Fjarlægðu alla botna úr skóm til að lifa berfættum lífsstíl

Líkamsvirðing | 2. febrúar 2024

Er þetta eitthvað sem þú ætlar þér að gera?
Er þetta eitthvað sem þú ætlar þér að gera? Samsett mynd

Ung hjón í Bandaríkjunum hafa á síðastliðnum sólarhring vakið sérstaka athygli fyrir myndband á TikTok. Frá því á fimmtudag hafa tæplega tvær milljónir manna víðsvegar um heim horft á þetta rúmlega einnar mínútu myndband og nærri 40.000 manns skrifað athugasemdir.

Ung hjón í Bandaríkjunum hafa á síðastliðnum sólarhring vakið sérstaka athygli fyrir myndband á TikTok. Frá því á fimmtudag hafa tæplega tvær milljónir manna víðsvegar um heim horft á þetta rúmlega einnar mínútu myndband og nærri 40.000 manns skrifað athugasemdir.

Hjónin hafa innleitt lífsstíl sem felur í sér að lifa lífinu berfætt, hvort sem er innandyra eða utandyra, í verslunarmiðstöð eða á veitingastað, þau vilja að iljarnar snerti gangstéttina og eða grasið öllum stundum.

Fjarlægðu botna úr öllum skópörum 

Konan, Christi Fritz, deildi myndbandinu og sýnir það meðal annars eiginmann hennar fjarlægja alla botna úr skópörum þeirra. Þau segja að þá geti þau verið berfætt hvar sem er án þess að fá óþarfa augnaráð frá ókunnugum eða eilífar kvartanir frá þjónum eða verslunareigendum, enda séu þau klædd í skó. 

Hjónin héldu í snyrtivöruversluna Sephora bæði klædd botnlausum skóm til að athuga hvort þau gætu nú verslað í friði og samt notið þess að vera berfætt, það gekk upp. Þau gátu verslað og fengið að upplifa þessa frelsistilfinningu sem fylgir því að vera berfættur, en sýnt hefur verið fram á að ganga berfættur getur dregið úr bólgum, bætt svefn og aukið blóðflæði. 

@christifritz

the new age of barefoot walking has begun and I couldn’t be more exited or thankful 🫶

♬ original sound - Christi Fritz
mbl.is