„Ég hætti að fela mig á bak við föt­in mín“

Líkamsvirðing | 26. nóvember 2023

„Ég hætti að fela mig á bak við föt­in mín“

Þau sem fylgjast með samfélagsmiðlum og íslenskum áhrifavöldum ættu að kannast við Fanney Dóru Veigarsdóttur. Á síðastliðnum árum hefur hún vakið mikla athygli fyrir fallegt myndefni á Instagram enda smekkskona með næmt auga fyrir tísku og förðun. Fanney Dóra leggur mikla áherslu á að koma vel fyrir og sést það á fatavali hennar sem hún reynir þó reglulega að hrista vel upp í.

„Ég hætti að fela mig á bak við föt­in mín“

Líkamsvirðing | 26. nóvember 2023

Fanney Dóra elskar góðan „blazer“.
Fanney Dóra elskar góðan „blazer“. Samsett mynd

Þau sem fylgjast með samfélagsmiðlum og íslenskum áhrifavöldum ættu að kannast við Fanney Dóru Veigarsdóttur. Á síðastliðnum árum hefur hún vakið mikla athygli fyrir fallegt myndefni á Instagram enda smekkskona með næmt auga fyrir tísku og förðun. Fanney Dóra leggur mikla áherslu á að koma vel fyrir og sést það á fatavali hennar sem hún reynir þó reglulega að hrista vel upp í.

Þau sem fylgjast með samfélagsmiðlum og íslenskum áhrifavöldum ættu að kannast við Fanney Dóru Veigarsdóttur. Á síðastliðnum árum hefur hún vakið mikla athygli fyrir fallegt myndefni á Instagram enda smekkskona með næmt auga fyrir tísku og förðun. Fanney Dóra leggur mikla áherslu á að koma vel fyrir og sést það á fatavali hennar sem hún reynir þó reglulega að hrista vel upp í.

„Fatastíllinn minn er síbreytilegur. Ég reyni fyrst og fremst að festa mig ekki í einhverju ákveðnu, mér finnst gaman að breyta til,“ útskýrir Fanney Dóra.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Frá því ég eignaðist dóttur mína hef ég hægt og bít­andi verið að finna mig upp á nýtt, hvað varðar strauma og stefn­ur í tísku, og einnig verið á fullu að brjóta gaml­ar regl­ur sem ég hafði sett sjálfri mér.

Aron unnusti minn segist aldrei vita hvaða konu hann eigi von á, hvort það sé þessi „business casual“, kósí, rifna gallabuxna og „crop top“ týpan eða kjólakonan. Það má því segja að ég sé að reyna að finna mig í þeim öll­um. Stíll­inn er sí­breyti­leg­ur og í stöðugri þróun.“

Þetta er hefðbundið hversdagslúkk.
Þetta er hefðbundið hversdagslúkk. Ljósmynd/Aðsend

Hvernig klæðir þú þig dagsdaglega?

„Þar sem ég er yfirleitt að hlaupa á eftir börnum í vinnunni eða barni heima fyrir þá reyni ég að hafa klæðin frekar hentug og praktísk, í stað þess að leggja áherslu á glæsileikann. Mér líður alltaf best í „flared“ íþróttabuxum, stórri peysu og góðum íþróttaskóm.“

En þegar þú ert að fara eitthvað fínt?

„Ég er mikið að vinna með „business casual“ þessa dagana. Ég elska góðan „blazer“, jakkafatabuxur og þröngan bol.“

Fanney Dóra elskar góða svarta skó.
Fanney Dóra elskar góða svarta skó. Ljósmynd/Aðsend

Fyrir hverju fellur þú oftast?

„Ég fell alltaf fyrir jökkum og þykkum peysum. Þegar ég þarf að réttlæta jakka- og eða peysukaup þá hugsa ég alltaf um hversu kalt það er á þessari eyju. Það þýðir bara að maður verður að eiga góða jakka og peysur. Ég einfaldlega stenst ekki þykka "djúsí" kápu og góða prjónapeysu.“

Bestu fatakaupin?

„Það eru Zamira-buxur frá Vero Moda. Þær opnuðu augu mín fyrir þessum nýja stíl sem ég hef verið að vinna með upp á síðkastið. Svona uppháar buxur breyta alveg leiknum og þá sérstaklega fyrir manneskju eins og mig, sem er heldur stutt og vantar alveg nokkra viðbótar sentimetra. Buxurnar bjóða líka upp á svo margt, það er hægt að klæða þær upp og niður, ég nota þær í vinnuna og einnig við fínni tilefni.“

Zamira-buxurnar.
Zamira-buxurnar. Ljósmynd/Aðsend

Verstu fatakaupin?

„Eins og þeir sem fylgja mér á Instagram og TikTok hafa eflaust séð þá gerði ég galna netpöntun nú í sumar. Ég pantaði mér nokkrar „gellubuxur“ sem allar reyndust of stórar og allt of langar. Það eru klárlega verstu kaup sem ég hef gert. Ég er reyndar alræmd þegar kemur að netpöntunum og virðist aldrei getað verslað neitt á sjálfa mig í réttri stærð.“

Uppáhaldsskór/fylgihlutir?

„Ég keypti mér hæla­skó í sum­ar sem voru „my go to“ í allt sum­ar og er mjög skot­in í því skóp­ari. Ég reyni samt að fylla ekki skó­skáp­inn af alls kyns skóm og tel mig halda ágæt­is hóf­semi þegar kem­ur að skó­kaup­um og er það ör­ugg­lega eini staður­inn þar sem ég geri það. Ég er nokkuð dug­leg að velja klass­íska skó og litatóna sem virka við allt í stað þess að grípa það sem er í tísku hverju sinni.

Fanney Dóra er trúlofuð Aroni Ólafssyni. Parið á eina dóttur, …
Fanney Dóra er trúlofuð Aroni Ólafssyni. Parið á eina dóttur, Thaliu Guðrúnu. Ljósmynd/Aðsend

Fallegir gylltir skartgripir eru í líka miklu uppáhaldi hjá mér en uppáhalds fylgihluturinn er sá sem verður ávallt með mér, trúlofunarhringurinn minn.“

Hvað áttu í fataskápnum sem þú ættir helst að losa þig við?

„Það eru skyrtur. Ég veit ekki alveg af hverju en ég keypti mér þrjár eins skyrtur sem þarfnast reglulegrar straujunar og þar sem það er ekki einn af mínum styrkleikum í lífinu þá ætti ég að losa mig við þær og kveðja þennan blessaða skyrtudraum.“

Áttu þér uppáhaldsmerki/búðir til að versla í?

„Ég hef unnið með Bestseller í yfir fimm ár og versla langmest í Vero Moda. Mér finnst þau oftar en ekki hitta naglann á höfuðið.“

Fanney Dóra elskar að vinna með jarðtóna.
Fanney Dóra elskar að vinna með jarðtóna. Ljósmynd/Aðsend

Áttu þér uppáhaldsliti?

„Ég ætla ekki að segja að ég sé leiðinleg þegar kemur að litavali en ég held mig rosalega mikið við svartan, hvítan og kremaðan. Þegar ég klæði mig í annan lit þá er það án efa fyrir sérstakt tilefni, en rauður á þó alltaf ákveðinn stað í hjarta mínu og ég reyni endrum og sinnum að finna mér fallega rauða flík.“

Fanney Dóra er sjaldan klædd litum en hún elskar rauðan.
Fanney Dóra er sjaldan klædd litum en hún elskar rauðan. Ljósmynd/Aðsend

Hvað er á óskalistanum þínum fyrir veturinn?

„Það er ein taska sem hefur heillað mig upp á síðkastið og það er alls ekki líkt mér að heillast af dýrum töskum, en Coach Tabby 26 axlataskan er æðisleg og hefur verið mér ofarlega í huga frá því í sumar. Ég er að bíða eftir góðu tilefni til að kaupa hana.“

Hvaðan sækir þú innblástur þegar þú setur saman dress?

„TikTok hefur verið mikil hvatning fyrir mig. Ég hætti að fela mig á bak við fötin mín. Þröng föt hræða mig ekki lengur og ég hugsa að það sé algóritmanum á TikTok að þakka. App-ið sýndi mér að fallegir líkamar koma í öllum stærðum og gerðum.“

Fanney Dóra á gott safn af fallegum kjólum.
Fanney Dóra á gott safn af fallegum kjólum. Ljósmynd/Aðsend

Ef peningar væru ekki vandamál, hvað myndir þú kaupa þér?

„Kannski mjög klassískt svar, en Hermés Birkin-taska. Ef peningar væru ekki vandamál þá væri sú taska fyrstu kaupin mín.“

Hver finnst þér vera best klæddi einstaklingurinn í heiminum í dag?

„Selena Gomez er að gera heljarinnar „comeback“ að mínu mati. Ég elska fatastílinn hennar og finnst sem hún sé að gera öldur í tískuheiminum.“

mbl.is