Birti nærfatamyndir með mikilvægum skilaboðum

Líkamsvirðing | 12. október 2023

Birti nærfatamyndir með mikilvægum skilaboðum

Fyrirsætan Iskra Lawrence sýndi slitförin, fellingarnar og fagnaði kvenlíkamanum í allri sinni dýrð í nýjustu færslu sinni á Instagram. Lawrence hefur aldrei reynt að fela líkama sinn og viðurkenndi nýverið að líða best nakin og eða á nærfötunum. 

Birti nærfatamyndir með mikilvægum skilaboðum

Líkamsvirðing | 12. október 2023

Iskra Lawrence er þekkt fyrir það að efla jákvæða líkamsímynd.
Iskra Lawrence er þekkt fyrir það að efla jákvæða líkamsímynd. Samsett mynd

Fyrirsætan Iskra Lawrence sýndi slitförin, fellingarnar og fagnaði kvenlíkamanum í allri sinni dýrð í nýjustu færslu sinni á Instagram. Lawrence hefur aldrei reynt að fela líkama sinn og viðurkenndi nýverið að líða best nakin og eða á nærfötunum. 

Fyrirsætan Iskra Lawrence sýndi slitförin, fellingarnar og fagnaði kvenlíkamanum í allri sinni dýrð í nýjustu færslu sinni á Instagram. Lawrence hefur aldrei reynt að fela líkama sinn og viðurkenndi nýverið að líða best nakin og eða á nærfötunum. 

„Ég vil ala son minn upp í heimi þar sem hann fær að sjá raunhæfa mynd af líkömum, ófullkomnun og fjölbreyttum,“ skrifaði Lawrence. 

„Ég vil að hann fái tækifæri til þess að læra að kunna að meta líkama sinn og huga án þessara eilífu samanburða. Líkamar okkar eru gjöf og við erum listaverk í öllum okkar einstöku útgáfum,“ skrifaði Lawrence einnig við myndaseríuna sem sýndi fyrirsætuna í svörtu nærfatasetti. 

Fylgjendur Lawrence voru ánægðir með skilaboðin enda hafa yfir 72.000 manns líkað við færsluna og margir skrifað falleg og hvetjandi orð til hennar. 

View this post on Instagram

A post shared by Iskra Lawrence (@iskra)

mbl.is