„Ég vil ekki sofa hjá neinum“

Samskipti kynjanna | 28. nóvember 2023

„Ég vil ekki sofa hjá neinum“

Ofurfyrirsætan Linda Evangelista hefur lítinn sem engan áhuga á samböndum. Evangelista er sögð hafa einangrað sig frá umheiminum eftir misheppnaða fitufrystingu árið 2016. Hún ræddi um lífið og tilveruna við blaðamann Sunday Times á dögunum. 

„Ég vil ekki sofa hjá neinum“

Samskipti kynjanna | 28. nóvember 2023

Linda Evangelista er sögð hafa einangrað sig eftir misheppnaða fitufrystingu …
Linda Evangelista er sögð hafa einangrað sig eftir misheppnaða fitufrystingu árið 2016. AFP

Ofurfyrirsætan Linda Evangelista hefur lítinn sem engan áhuga á samböndum. Evangelista er sögð hafa einangrað sig frá umheiminum eftir misheppnaða fitufrystingu árið 2016. Hún ræddi um lífið og tilveruna við blaðamann Sunday Times á dögunum. 

Ofurfyrirsætan Linda Evangelista hefur lítinn sem engan áhuga á samböndum. Evangelista er sögð hafa einangrað sig frá umheiminum eftir misheppnaða fitufrystingu árið 2016. Hún ræddi um lífið og tilveruna við blaðamann Sunday Times á dögunum. 

„Ég hef engan áhuga. Ég vil ekki sofa hjá neinum. Ég nenni ekki að hlusta á einhver öndunarhljóð,“ sagði Evangelista, 58 ára. Ofurfyrirsætan reyndi einnig að rifja upp hvenær hún fór síðast á stefnumót en gat aðeins sagt að það hafa verið fyrir fitufrystinguna. 

Aðeins 22 ára gömul giftist hún fyrrverandi yfirmanni Elite Model Management, Gérald Marie. Parið var gift frá 1987 til 1993. Evangelista á einn son með franska viðskiptamanninum François-Henri Pinault, sem í dag er kvæntur Sölmu Hayek.

mbl.is