Hvað skal gera við „stoppa stutt“ vinina?

Samskipti kynjanna | 7. janúar 2024

Hvað skal gera við „stoppa stutt“ vinina?

Allir þekka einhvern sem segist alltaf bara geta „stoppað stutt“ í hvert sinn sem þið skipuleggið tíma saman. Það getur valdið vonbrigðum í samskiptum en hvernig er best að bregðast við slíku?

Hvað skal gera við „stoppa stutt“ vinina?

Samskipti kynjanna | 7. janúar 2024

Vinir eru eins ólíkir og þeir eru margir.
Vinir eru eins ólíkir og þeir eru margir.

Allir þekka einhvern sem segist alltaf bara geta „stoppað stutt“ í hvert sinn sem þið skipuleggið tíma saman. Það getur valdið vonbrigðum í samskiptum en hvernig er best að bregðast við slíku?

Allir þekka einhvern sem segist alltaf bara geta „stoppað stutt“ í hvert sinn sem þið skipuleggið tíma saman. Það getur valdið vonbrigðum í samskiptum en hvernig er best að bregðast við slíku?

„Flestir eiga vin sem þeir geta ekki stólað fyllilega á. Þeir eiga það til að afboða sig á síðustu stundu eða mæta og segjast aðeins geta stoppað stutt. Það getur reynt á vinskapinn. 

Þeir sem mæta en geta svo ekki beðið eftir að yfirgefa svæðið eru hvimleiðir vinir rétt eins og þeir sem afboða sig á síðustu stundu. Báðar týpurnar eiga það sameiginlegt að hafa ekki tekið frá tíma fyrir þig. Þeir sem geta bara stoppað stutt eru farnir að skipuleggja brottför áður en búið er að panta forréttina og skilja þig eftir með frekar dauflegt kvöld.

Hefði viljað vita fyrirfram

„Síðast þegar við hittumst þá pantaði ég eina vínflösku fyrir okkur en vinkonan sagði mér að sleppa því því hún gæti bara stoppað stutt. Það angraði mig mjög. Ég hefði viljað vitað það með fyrirvara en ég hafði tekið frá allt kvöldið til þess að vera með henni,“ segir Molly í viðtali við Stylist Magazine. „Mér finnst leiðinlegt að henni finnist tími hennar merkilegri en minn.“

Erfitt að taka því ekki persónulega

Tara, 25 ára Londonarbúi, á að baki svipaða reynslu. „Ég hafði ekki séð hann í hálft ár og við loks náðum að finna tíma sem hentaði okkur. Við fórum út að borða og eftir rúman klukkutíma þá sagðist hann þurfa að fara heim til kærustu sinnar. Mér fannst það mjög svekkjandi. Kannski er þetta hluti af lífinu. Þeir sem eiga maka hafa minni þörf fyrir vini,“ segir Tara.

Það er erfitt að taka því ekki persónulega þegar einhver kýs félagsskap annars umfram þig. Flestir þessir vinir sem „stoppa stutt“ eru með mjög á huldu af hverju þeir hafa þennan hátt á.

Sumir að ganga í gegnum eitthvað persónulegt

Francesca Gamble, lífsþjálfi og hlaðvarpsþáttastjórnandi Becoming More Human, segir að við getum upplifað þetta sem eins konar höfnun. „Fólk verður að reyna að átta sig á að það eru eflaust persónulegar ástæður fyrir hegðun þessa vina sem geta aldrei gefið sér tíma. Þeir eru kannski að ganga í gegnum eitthvað. Við skulum ekki taka þetta inn á okkur heldur gefa okkur að þeir þurfi þetta svigrúm. 

Halimah er einn af þeim sem stoppar alltaf stutt. „Ég held að ég geri þetta því ég er vinnualki. Ég fæ mikið samviskubit þegar ég er að skemmta mér með vinum mínum í stað þess að vinna. Ég á erfitt með að finna jafnvægi í lífinu.“

Ekki taka þetta persónulega

Gamble bendir á að það sé betra að dæma ekki fólk of harkalega. „Ekki segja beint út að það sé eins og viðkomandi vilji ekki vera hér. Til hvers að koma yfirhöfuð? Það sé t.d. hægt að spyrja góðlátlega hvort allt sé í lagi og hvort þú hafir gert eitthvað til þess að móðga viðkomandi. Stundum eru þessir vinir að reyna að endurskilgreina vináttuna án þess þó að ljúka henni. Fyrir suma er hversu miklum tíma maður ver með einhverjum ekki til marks um gæði vináttunnar. Það er samt ekki skrítið að vilja vin sem vill verja tíma með þér endrum og eins.“ 

Stundum ekki aftur snúið

Stundum verður þó ekki aftur snúið. Það er ekki synd að geta ekki varið miklum tíma með vini sínum og það er heldur ekki synd að hætta að hitta einhvern sem veldur manni vonbrigðum.

„Ég er hætt að reyna að skipuleggja fleiri hittinga með vin minn. Ég sakna hans en þarf að vernda sjálfa mig og nenni ekki að eyða orku í fólk sem gerir ekki það sama fyrir mig. Ég mun alltaf vera til staðar en ég held að vináttan eins og við þekktum hana sé fyrir bí.

mbl.is