Um helmingur notenda Tinder ekki í leit að stefnumótum

Samskipti kynjanna | 17. ágúst 2023

Um helmingur notenda Tinder ekki í leit að stefnumótum

Um helmingur notenda stefnumótaforritsins Tinder virðist ekki vera að leita sér að stefnumóti, ef marka má niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birtist í júlí síðastliðnum. Samkvæmt rannsókninni kjósa margir notendur forritsins að vera virkir á því þrátt fyrir að vera í raun ekki að leita sér að maka. Þess í stað noti þeir forritið til afþreyingar, líkt og samfélagsmiðla.

Um helmingur notenda Tinder ekki í leit að stefnumótum

Samskipti kynjanna | 17. ágúst 2023

Unsplash/Priscilla du Preez

Um helmingur notenda stefnumótaforritsins Tinder virðist ekki vera að leita sér að stefnumóti, ef marka má niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birtist í júlí síðastliðnum. Samkvæmt rannsókninni kjósa margir notendur forritsins að vera virkir á því þrátt fyrir að vera í raun ekki að leita sér að maka. Þess í stað noti þeir forritið til afþreyingar, líkt og samfélagsmiðla.

Um helmingur notenda stefnumótaforritsins Tinder virðist ekki vera að leita sér að stefnumóti, ef marka má niðurstöður nýlegrar rannsóknar sem birtist í júlí síðastliðnum. Samkvæmt rannsókninni kjósa margir notendur forritsins að vera virkir á því þrátt fyrir að vera í raun ekki að leita sér að maka. Þess í stað noti þeir forritið til afþreyingar, líkt og samfélagsmiðla.

Rannsóknin náði til tæplega 1400 einstaklinga og af þeim sögðust rúmlega 60 prósent nú þegar vera í sambandi. Einungis um helmingur þátttakenda sagðist vera í virkri leit að einhverjum til að hitta í raunheimum.

NBC hefur eftir talsmanni Tinder að forsvarsmenn forritsins vefengi rannsóknina og segja að tölurnar sem dregnar eru fram í rannsókninni sýni ekki sanna mynd af notendum forritsins, miðað við gögn Tinder. Þátttakendur rannsóknarinnar hafi einungis fengið þrjá valkosti til að lýsa sjálfum sér sem leiddi af sér kerfisbundna skekkju á rannsókninni.

mbl.is