Fer í hart við lýtalækni

Líkamsvirðing | 21. ágúst 2022

Fer í hart við lýtalækni

Fyrirsætan Paulina Porizkova birti langa færslu á Instagram reikningi sínum á dögunum eftir ummæli lýtalæknis sem sagði hana þurfa að laga andlitið á sér. „Þetta er það sem eldri kona í augum almennings þarf að takast á við,“ skrifaði Porizkova. 

Fer í hart við lýtalækni

Líkamsvirðing | 21. ágúst 2022

Fyrirsætan Paulina Porizkova hefur áður talað opinskátt um aldurshyggju í …
Fyrirsætan Paulina Porizkova hefur áður talað opinskátt um aldurshyggju í fyrirsætuheiminum. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Paulina Porizkova birti langa færslu á Instagram reikningi sínum á dögunum eftir ummæli lýtalæknis sem sagði hana þurfa að laga andlitið á sér. „Þetta er það sem eldri kona í augum almennings þarf að takast á við,“ skrifaði Porizkova. 

Fyrirsætan Paulina Porizkova birti langa færslu á Instagram reikningi sínum á dögunum eftir ummæli lýtalæknis sem sagði hana þurfa að laga andlitið á sér. „Þetta er það sem eldri kona í augum almennings þarf að takast á við,“ skrifaði Porizkova. 

Í færslunni segir Porizkova lýtalækninn hafa birt mynd af sér og rætt ítarlega hvað hún þyrfti að gera. „Það væri hægt að losa þessar leiðinlegu dældir undir kinnunum með fylliefnum. Bótox fyrir ennið, hrukkurnar við munninn, strengina í hálsinum og fullt af laserum til að herða, slétta og herða allt,“ hafði fyrirsætan eftir lýtalækninum. 

„Mér er sagt að ég þurfi að laga andlitið á mér. Það hefur einhvern veginn orðið „rangt“ með öldrun,“ segir Porizkova og veltir því fyrir sér hvort það sé nokkuð hægt að furða sig á því að þeir sem hafi tök á leggist undir hnífinn og fari í bótox þegar þetta eru skilaboðin til eldri kvenna. 

mbl.is