Líður best á nærfötunum

Líkamsvirðing | 13. september 2023

Líður best á nærfötunum

Fyrirsætan Iskra Lawrence gekk tískupallana fyrir systurfyrirtæki Victoria’s Secret, Adore Me, á New York tískuvikunni á föstudag. Lawrence heillaði gesti og gangandi upp úr skónum með sjálfsöryggi sínu og viðhorfi, en fyrirsætan er þekkt fyrir það að efla jákvæða líkamsímynd.

Líður best á nærfötunum

Líkamsvirðing | 13. september 2023

Iskra Lawrence var í miklu stuði þegar hún gekk tískupallinn …
Iskra Lawrence var í miklu stuði þegar hún gekk tískupallinn fyrir Adore Me. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Iskra Lawrence gekk tískupallana fyrir systurfyrirtæki Victoria’s Secret, Adore Me, á New York tískuvikunni á föstudag. Lawrence heillaði gesti og gangandi upp úr skónum með sjálfsöryggi sínu og viðhorfi, en fyrirsætan er þekkt fyrir það að efla jákvæða líkamsímynd.

Fyrirsætan Iskra Lawrence gekk tískupallana fyrir systurfyrirtæki Victoria’s Secret, Adore Me, á New York tískuvikunni á föstudag. Lawrence heillaði gesti og gangandi upp úr skónum með sjálfsöryggi sínu og viðhorfi, en fyrirsætan er þekkt fyrir það að efla jákvæða líkamsímynd.

Sjálf birti Lawrence myndskeið á Instagram sem sýnir hana ganga tískupallinn.

„Skemmtilegasta sýning sem ég hef tekið þátt í. Það var heiður að opna og loka sýningunni ásamt öllum þessum stórkostlegu konum sem klæddust vörumerki sem vinnur að því að efla konur. Ég er stolt að vera orðin hluti af fjölskyldunni á ný eftir öll þessi ár,” skrifaði Lawrence við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Iskra Lawrence (@iskra)

Í viðtali við Page Six Style sagði Lawrence að sér liði aldrei betur en þegar hún væri á nærfötunum. „Það er þá sem ég byggi upp sjálfstraustið og set tóninn fyrir daginn. Ég lít í spegil og horfi á mig og segi: Ég er Iskra. Ég er nóg. Ég er verðug.“

View this post on Instagram

A post shared by Adore Me (@adoreme)

mbl.is