Þríburar Hönnu og Arnars urðu þriggja ára á alþjóðlegum degi gabbsins

Instagram | 12. apríl 2024

Þríburar Hönnu og Arnars urðu þriggja ára á alþjóðlegum degi gabbsins

Hjónin Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long vöktu þjóðarathygli þegar þau eignuðust þríbura þann 1. apríl 2021, þeir fyrstu á Íslandi þá í fjögur ár. Fyrir áttu hjónin einn son og það bættist lítil stúlka í systkinahópinn á síðasta ári.

Þríburar Hönnu og Arnars urðu þriggja ára á alþjóðlegum degi gabbsins

Instagram | 12. apríl 2024

Það er mikið líf og fjör á heimili Hönnu Bjarkar …
Það er mikið líf og fjör á heimili Hönnu Bjarkar og Arnars. Samsett mynd

Hjónin Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long vöktu þjóðarathygli þegar þau eignuðust þríbura þann 1. apríl 2021, þeir fyrstu á Íslandi þá í fjögur ár. Fyrir áttu hjónin einn son og það bættist lítil stúlka í systkinahópinn á síðasta ári.

Hjónin Hanna Björk Hilmarsdóttir og Arnar Long vöktu þjóðarathygli þegar þau eignuðust þríbura þann 1. apríl 2021, þeir fyrstu á Íslandi þá í fjögur ár. Fyrir áttu hjónin einn son og það bættist lítil stúlka í systkinahópinn á síðasta ári.

Þríburarnir, tveir drengir og ein stúlka, fögnuðu þriggja ára afmæli sínu á alþjóðlegum degi gabbsins og birti móðir þeirra skemmtilega færslu á Instagram-síðu sinni á dögunum í tilefni þess. 

„Bestu vinir og verstu óvinir“

„Aprílgabbið, lottóvinningurinn og þríeykið okkar á þriggja ára afmæli í dag. 

Bestu vinir og verstu óvinir, fer bara eftir hvað klukkan slær, en mikið rosalega er það magnað að fá að upplifa það að eiga þrjú kríli sem eru að uppgötva og læra allt á sama tíma. Sérstaklega verandi ólíkustu karakterar sem finnast. 

Þorri er mögulega háværasta mannvera Íslandssögunnar. Hvort sem það er þegar hann hlær eða grætur. Fáir jafn fyndnir og miklir grínistar og hann. Honum finnst gott að knúsa og er svo einstaklega ljúfur. Elskar Simba og Söllu og snuddurnar sínar og vildi Cheerios og AB-mjólk í afmælisgjöf.

Írena er enn rólegust í þríeykinu og sest upp í sófa að lesa bók þegar það er of mikill hasar í gangi. Hún fékk samt alveg þrjósku mömmu sinnar enda þýðir ekkert annað í þessu strákaveldi og er dugleg að ráðskast með bræður sína. Hún elskar Elsu og Önnu og það kemst fátt annað að. 

Bjartur er virkilega ákveðinn en mjúkur inn við bein. Virkilega mikill prakkari og fer ekki langt án kanínunnar sinnar sem hann elskar svo mikið ásamt Dúmbó. Finnst gaman að leika sér úti og spyr nánanst alla daga eftir leikskóla hvort við ætlum ekki út að hjóla. 

En magnaðasta við þetta allt saman er að við erum búin að lifa af þrjú ár af þessari klikkun og er ég bara frekar stolt af okkur því þetta er búið að vera eitthvað allt annað en auðvelt. Mamma og pabbi elska ykkur svo mikið, gullin okkar bestu,“ skrifaði Hanna Björk við myndaseríu af systkinunum. 

mbl.is