Evurnar stældu allar klassísku óléttupósurnar

Instagram | 8. apríl 2024

Evurnar stældu allar klassísku óléttupósurnar

Konurnar í lífi Evu Laufeyjar Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaup, komu henni á óvart með glæsilegu steypiboði um helgina. Eva Laufey kíkti í heimsókn til móður sinnar á sunnudagsmorgun og bjóst alls ekki við að sjá allar bestu vinkonur sínar þar samankomnar, en yfir 30 konur tóku á móti henni.

Evurnar stældu allar klassísku óléttupósurnar

Instagram | 8. apríl 2024

Mikil gleði ríkti í steypiboðinu.
Mikil gleði ríkti í steypiboðinu. Samsett mynd

Konurnar í lífi Evu Laufeyjar Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaup, komu henni á óvart með glæsilegu steypiboði um helgina. Eva Laufey kíkti í heimsókn til móður sinnar á sunnudagsmorgun og bjóst alls ekki við að sjá allar bestu vinkonur sínar þar samankomnar, en yfir 30 konur tóku á móti henni.

Konurnar í lífi Evu Laufeyjar Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaup, komu henni á óvart með glæsilegu steypiboði um helgina. Eva Laufey kíkti í heimsókn til móður sinnar á sunnudagsmorgun og bjóst alls ekki við að sjá allar bestu vinkonur sínar þar samankomnar, en yfir 30 konur tóku á móti henni.

Eva Laufey, sem á von á sínu þriðja barni, stúlku, með eiginmanni sínum Haraldi Haraldssyni, deildi fallegri mynd úr steypiboðinu á Instagram-síðu sinni í gærdag.

„Þessar bestu konur komu mér heldur betur á óvart í morgun þegar þær voru allar mættar heim til mömmu í brunch. Ég er óendanlega þakklát fyrir þennan góða hóp og það sem ég elska þær. Já, hér er ein mjög meyr ólétt kona eftir daginn sem tekur því ekki sem sjálfsögðum hlut að eiga svona gott fólk í kringum sig,“ skrifaði Eva Laufey við hópmynd. 

Eva Ruza, skemmtikraftur og útvarpsstjarna á K100, lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og fagnaði með nöfnu sinni og góðvinkonu til margra ára. Stöllurnar léku á alls oddi, en Eva Ruza birti stórskemmtilega færslu á Instagram sem sýnir Evurnar stæla allar klassísku óléttupósurnar. 

„Evan mín sem er að framleiða litla Evu fékk babyshower í dag...og óléttumyndatöku með mér. Elska þig fallega vinkona mína. Er þakklát fyrir að eiga þig alla daga,“ skrifaði Eva Ruza við myndaseríuna. 

View this post on Instagram

A post shared by 🌟 Eva Ruza🌟 (@evaruza)

mbl.is