Eva Laufey og Haraldur eiga von á barni

Eva Laufey er ófrísk.
Eva Laufey er ófrísk. mbl.is/Arnþór Birkisson

Eva Laufey Kjaran, markaðs- og upplifunarstjóri Hagkaups, og Haraldur Haraldsson eiga von á barni. Fyrir eiga þau tvær dætur, þær Ingibjörgu Rósu og Kristínu Rannveigu.

Þau tilkynntu gleðifregnirnar með fallegri færslu á Instagram. „Hamingjan er hér. Í maí bætist í hópinn okkar og við getum ekki beðið,“ var skrifað við fallega mynd af dætrum þeirra sem héldu á sónarmynd. 

Eva og Haraldur byrjuðu saman fyrir rúmum sautján árum og hafa verið gift í sjö ár, en þau gengu í það heilaga við fallega athöfn í Akraneskirkju þann 23. júlí 2016. 

Fjölskylduvefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert