Dóttir barnastjörnu fæddist andvana

Frægar fjölskyldur | 17. apríl 2024

Dóttir barnastjörnu fæddist andvana

Bandaríska leikkonan Alexa PenaVega, þekktust fyrir hlutverk sitt sem Carmen Cortez í kvikmyndinni Spy Kids, og eiginmaður hennar, leik- og söngvarinn Carlos PenaVega, eignuðust andvana barn, stúlkubarn, á dögunum. Hjónin greindu frá barnsmissinum á samfélagsmiðlum á mánudag.

Dóttir barnastjörnu fæddist andvana

Frægar fjölskyldur | 17. apríl 2024

Alexa PenaVega gerði garðinn frægan í Spy Kids.
Alexa PenaVega gerði garðinn frægan í Spy Kids. Samsett mynd

Bandaríska leikkonan Alexa PenaVega, þekktust fyrir hlutverk sitt sem Carmen Cortez í kvikmyndinni Spy Kids, og eiginmaður hennar, leik- og söngvarinn Carlos PenaVega, eignuðust andvana barn, stúlkubarn, á dögunum. Hjónin greindu frá barnsmissinum á samfélagsmiðlum á mánudag.

Bandaríska leikkonan Alexa PenaVega, þekktust fyrir hlutverk sitt sem Carmen Cortez í kvikmyndinni Spy Kids, og eiginmaður hennar, leik- og söngvarinn Carlos PenaVega, eignuðust andvana barn, stúlkubarn, á dögunum. Hjónin greindu frá barnsmissinum á samfélagsmiðlum á mánudag.

Hjónin, sem fögnuðu tíu ára brúðkaupsafmæli sínu í byrjun árs, sögðu í nóvember frá því að þau ættu von á sínu fjórða barni saman. Fyrir eiga þau tvo syni og eina dóttur.

Hjónin birtu sameiginlega tilkynningu á Instagram og greindu frá því að dóttir þeirra, sem hlaut nafnið Indy Rex PenaVega, hafi umbreytt lífi þeirra á marga vegu.

View this post on Instagram

A post shared by Alexa PenaVega (@vegaalexa)

mbl.is