Páll Óskar og Edgar Antonio fengu heimboð á Bessastaði

Instagram | 18. apríl 2024

Páll Óskar og Edgar Antonio fengu heimboð á Bessastaði

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan, Páll Óskar Hjálmtýsson, kíkti í heimsókn á Bessastaði á miðvikudag ásamt nýbökuðum eiginmanni sínum, Edgar Antonio. 

Páll Óskar og Edgar Antonio fengu heimboð á Bessastaði

Instagram | 18. apríl 2024

Sáttir og sælir eftir gott spjall og enn þá betra …
Sáttir og sælir eftir gott spjall og enn þá betra kaffi. Skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan, Páll Óskar Hjálmtýsson, kíkti í heimsókn á Bessastaði á miðvikudag ásamt nýbökuðum eiginmanni sínum, Edgar Antonio. 

Tónlistarmaðurinn og poppstjarnan, Páll Óskar Hjálmtýsson, kíkti í heimsókn á Bessastaði á miðvikudag ásamt nýbökuðum eiginmanni sínum, Edgar Antonio. 

Guðni Th. Jóhannesson, fráfarandi forseti Íslands, bauð þá hjartanlega velkomna í forsetasetrið. Þremenningarnir áttu gott spjall yfir góðum kaffibolla á þessum sögufræga stað. 

„Og viti menn - hann stóð við það“

Páll Óskar birti færslu á Instagram-síðu sinni í gærdag og sagði frá heimsókninni. 

„Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, bauð okkur í kaffi á Bessastöðum í dag. Ég hitti hann baksviðs á Aldrei fór ég suður um páskana, en þá var ég nýgiftur mínum heittelskaða Edgar Antonio frá Venesúela (alltaf kallaður Antonio). 

Guðni óskaði mér hjartanlega til hamingju með giftinguna og sagðist ætla að bjóða okkur turtildúfunum í kaffi. Og viti menn - hann stóð við það!

Þetta var meiriháttar upplifun fyrir Antonio og ég kann Guðna bestu þakkir fyrir gestrisnina og samtalið góða sem við áttum.

Guðni hefur í sinni forsetatíð mætt á marga viðburði sem ég hef komið nálægt og ég mun sakna hans mikið sem forseta. Takk fyrir þitt góða starf, Guðni Th Jóhannesson,“ skrifaði tónlistarmaðurinn við brosmilda mynd af þremenningunum.

Páll Óskar og Edgar Antonio gengu í hjónaband þann 27. mars síðastliðinn. 

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

mbl.is