Rihanna fær á sig mikla gagnrýni vegna forsíðumyndar

Poppkúltúr | 11. apríl 2024

Rihanna fær á sig mikla gagnrýni vegna forsíðumyndar

Söng- og leikkonan Rihanna prýðir forsíðuna á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Interview. Forsíðumyndin hefur hlotið mikla gagnrýni og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem er með trúarlegu þema. Rihanna er klædd upp eins og nunna en gervi hennar er ögrandi og ýkt. 

Rihanna fær á sig mikla gagnrýni vegna forsíðumyndar

Poppkúltúr | 11. apríl 2024

Rihanna brá sér í ýmis gervi.
Rihanna brá sér í ýmis gervi. Samsett mynd

Söng- og leikkonan Rihanna prýðir forsíðuna á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Interview. Forsíðumyndin hefur hlotið mikla gagnrýni og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem er með trúarlegu þema. Rihanna er klædd upp eins og nunna en gervi hennar er ögrandi og ýkt. 

Söng- og leikkonan Rihanna prýðir forsíðuna á nýjasta hefti bandaríska tímaritsins Interview. Forsíðumyndin hefur hlotið mikla gagnrýni og hafa margir lýst yfir óánægju sinni með myndina, sem er með trúarlegu þema. Rihanna er klædd upp eins og nunna en gervi hennar er ögrandi og ýkt. 

Netverjar hafa margir hverjir gagnrýnt söngkonuna og segja hana niðurlægja og vanvirða guð, trú og tilbiðjendur.

Nánast óþekkjanleg

Forsíðumyndin og meðfylgjandi myndir, teknar af ljósmyndaranum Nadiu Lee Cohen, hafa vakið mikla athygli en Rihanna sýnir á sér ýmsar hliðar og bregður sér í ýmis gervi. Hún er nánast óþekkjanleg á sumum myndanna.

Rihanna, sem hefur lengi verið þekkt fyrir að fara eigin leiðir, aðhyllist kristni en segist óhrædd við að ögra. 

Söng- og leikkonan tryllti lýðinn í hálfleik Ofurskálar NFL-deildarinnar í Bandaríkjunum á síðasta ári og gerði allt vitlaust þegar hún frumsýndi óléttukúluna á sviðinu. Rihanna á tvo unga syni með rapparanum A$AP Rocky. 
mbl.is