Svarar þeim sem líkamssmána hana

Líkamsvirðing | 3. ágúst 2023

Svarar þeim sem líkamssmána hana

Söngkonan Jessie J er sátt við að fá ekki gamla líkamann aftur eftir að hún fæddi son fyrir tveimur mánuðum og segist sátt við nýja líkamann. Svarar hún þeim sem hafa tjáð sig um líkama hennar á Instagram-reikningi sínum og segir konum að fagna líkama sínum, sérstaklega eftir fæðingu.

Svarar þeim sem líkamssmána hana

Líkamsvirðing | 3. ágúst 2023

Jessie J hefur verið ófeimin að sýna hvernig líkami hennar …
Jessie J hefur verið ófeimin að sýna hvernig líkami hennar breyttist á meðgöngu og eftir fæðingu sonar síns. AFP/Isabel Infantes

Söngkonan Jessie J er sátt við að fá ekki gamla líkamann aftur eftir að hún fæddi son fyrir tveimur mánuðum og segist sátt við nýja líkamann. Svarar hún þeim sem hafa tjáð sig um líkama hennar á Instagram-reikningi sínum og segir konum að fagna líkama sínum, sérstaklega eftir fæðingu.

Söngkonan Jessie J er sátt við að fá ekki gamla líkamann aftur eftir að hún fæddi son fyrir tveimur mánuðum og segist sátt við nýja líkamann. Svarar hún þeim sem hafa tjáð sig um líkama hennar á Instagram-reikningi sínum og segir konum að fagna líkama sínum, sérstaklega eftir fæðingu.

Jessie J er sátt við breytingarnar á líkama sínum.
Jessie J er sátt við breytingarnar á líkama sínum. Skjáskot/Instagram

Jessie J hefur verið dugleg að deila myndum og myndböndum af sér síðan sonur hennar fæddist og hvetur allar nýbakaðar mæður til að hafa í huga að líkami þeirra hafi verið heimili annarrar manneskju í níu mánuði og því sé eðlilegt að hann sé frábrugðinn líkamanum áður en þær urðu óléttar.

View this post on Instagram

A post shared by Jessie J (@jessiej)

mbl.is