Frumsýndi dóttur sína á síðum People

Frægir fjölga sér | 19. apríl 2024

Frumsýndi dóttur sína á síðum People

Dóttir Paris Hilton, sem hlaut nafnið London Marilyn, prýðir síður nýjasta tölublaðs People en hún er aðeins fimm mánaða gömul. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningur fær að sjá stúlkuna sem kom í heiminn í nóvember á síðasta ári.

Frumsýndi dóttur sína á síðum People

Frægir fjölga sér | 19. apríl 2024

Paris Hilton ásamt eiginmanni sínum Carter Reum.
Paris Hilton ásamt eiginmanni sínum Carter Reum. AFP

Dóttir Paris Hilton, sem hlaut nafnið London Marilyn, prýðir síður nýjasta tölublaðs People en hún er aðeins fimm mánaða gömul. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningur fær að sjá stúlkuna sem kom í heiminn í nóvember á síðasta ári.

Dóttir Paris Hilton, sem hlaut nafnið London Marilyn, prýðir síður nýjasta tölublaðs People en hún er aðeins fimm mánaða gömul. Þetta er í fyrsta sinn sem almenningur fær að sjá stúlkuna sem kom í heiminn í nóvember á síðasta ári.

London Marilyn er annað barn Hilton og eiginmanns hennar Carter Reum. Fyrir eiga þau soninn Phoenix Barron. Bæði börnin fæddust með aðstoð staðgöngumóður.

Hilton birti einnig myndir úr tökunni á Instagram-síðu sinni og sagðist hafa dreymt um að eignast dóttur sem bæri nafnið London, en bæði börn Hilton og Reum heita eftir stórborgum eins og móðir þeirra.

Hótelerfinginn sagði móðurástina hafa hvatt sig til að semja lag, sem hún gerði ásamt áströlsku tónlistarkonunni Siu. Lagið heitir Fame Won't Love You.

View this post on Instagram

A post shared by Paris Hilton (@parishilton)

mbl.is