60 ára og fagnar líkamanum með nektarmynd

Líkamsvirðing | 26. júlí 2023

60 ára og fagnar líkamanum með nektarmynd

Raunveruleikastjarnan Lisa Rinna er þekkt fyrir að vera óhrædd við að birta djarfar myndir á samfélagsmiðlum sínum, en á dögunum birti hún nektarmynd á Instagram með mikilvægum skilaboðum til fylgjenda sinna. 

60 ára og fagnar líkamanum með nektarmynd

Líkamsvirðing | 26. júlí 2023

Lisa Rinna birti á dögunum nektarmynd á Instagram-reikningi sínum.
Lisa Rinna birti á dögunum nektarmynd á Instagram-reikningi sínum. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Lisa Rinna er þekkt fyrir að vera óhrædd við að birta djarfar myndir á samfélagsmiðlum sínum, en á dögunum birti hún nektarmynd á Instagram með mikilvægum skilaboðum til fylgjenda sinna. 

Raunveruleikastjarnan Lisa Rinna er þekkt fyrir að vera óhrædd við að birta djarfar myndir á samfélagsmiðlum sínum, en á dögunum birti hún nektarmynd á Instagram með mikilvægum skilaboðum til fylgjenda sinna. 

„Moira Rose segir að þú eigir að taka eins margar nektarmyndir af þér og þú getur, á meðan þú getur það enn þá, og fagna því. Allt í lagi Moira,“ skrifaði Rinna við myndina. Í textanum vitnar hún í persónuna Moiru Rose úr sjónvarpsþáttunum Schitt's Creek sem leikin er af Catherine O'Hara.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rinna birtir nektarmynd á miðlum sínum, en það vakti mikla athygli þegar hún deildi nektarmynd úr myndatöku fyrir Playboy-tímaritið á 57 ára afmæli sínu og þótti mörgum hún ganga of langt.

Rinna virðist þó ekki kippa sér upp við hneykslunarraddir og er staðráðin í því að fagna líkama sínum áfram og virðist ætla að halda áfram að taka nektarmyndir af sér eins lengi og hún getur.

Skjáskot/Instagram
mbl.is