Viðraði óléttukúluna á Rodeo Drive

Instagram | 21. apríl 2024

Viðraði óléttukúluna á Rodeo Drive

Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og áhrifavaldur, viðraði óléttukúluna á Rodeo Drive, einni þekktustu verslunargötu Los Angeles. Hún átti yndislegan dag ásamt yngri systur sinni, Arnfríði Helgadóttur. 

Viðraði óléttukúluna á Rodeo Drive

Instagram | 21. apríl 2024

Sandra Björg tók sig vel út.
Sandra Björg tók sig vel út. Skjáskot/Instagram

Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og áhrifavaldur, viðraði óléttukúluna á Rodeo Drive, einni þekktustu verslunargötu Los Angeles. Hún átti yndislegan dag ásamt yngri systur sinni, Arnfríði Helgadóttur. 

Sandra Björg Helgadóttir, þjálfari og áhrifavaldur, viðraði óléttukúluna á Rodeo Drive, einni þekktustu verslunargötu Los Angeles. Hún átti yndislegan dag ásamt yngri systur sinni, Arnfríði Helgadóttur. 

Systurnar spókuðu sig um Beverly Hills, nánast klæddar í stíl. Sandra Björg og Arnfríður klæddust báðar sumarlegum kjólum í svipuðum lit enda bauð veðrið upp á sumarkjól, sólgleraugu og sandala.

Sandra Björg stóðst vart mátið og fékk systur sína til að taka mynd af sér og vaxandi óléttukúlunni.

Er þetta fyrsta barn hennar og þjálfarans Hilmars Arnarssonar. Parið, sem gekk í hjónaband síðastliðið sumar, tilkynnti gleðitíðindin á Instagram á dögunum. 

mbl.is