Fer á fætur klukkan þrjú og sefur máluð

Snyrtibuddan | 16. apríl 2022

Fer á fætur klukkan þrjú og sefur máluð

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu. Það gerir hún líka þegar kemur að heilsu og húðumhirðu en Parton viðurkenndi á dögunum að hún hafi minni svefnþörf en flestir og að hún eigi það til að sofa með fullfarðað andlit til að vera öllu viðbúin.

Fer á fætur klukkan þrjú og sefur máluð

Snyrtibuddan | 16. apríl 2022

Dolly Parton.
Dolly Parton. AFP

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu. Það gerir hún líka þegar kemur að heilsu og húðumhirðu en Parton viðurkenndi á dögunum að hún hafi minni svefnþörf en flestir og að hún eigi það til að sofa með fullfarðað andlit til að vera öllu viðbúin.

Tónlistarkonan Dolly Parton hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu. Það gerir hún líka þegar kemur að heilsu og húðumhirðu en Parton viðurkenndi á dögunum að hún hafi minni svefnþörf en flestir og að hún eigi það til að sofa með fullfarðað andlit til að vera öllu viðbúin.

„Ég er eins og pabbi minn. Hann var alltaf farinn mjög snemma á fætur,“ sagði Parton í samtali við tímaritið Insider. Dolly Parton hefur lengi verið ein dáðasta tónlistarkona heims og hefur lifað öðrum lífstíl en sótsvartur almúginn í gegnum tíðina.

„Ég þarf ekki jafn mikinn svefn og margir aðrir. Það er alveg sama hvenær ég fer að sofa, líkamsklukkan vekur mig alltaf klukkan þrjú,“ sagði Parton sem jafnframt sagðist sjaldan eða aldrei finna til þreytu né þreytumerkja.

Útlit hinnar dýrkuðu og dáðu hefur vakið eftirtekt allt frá því hún skaust fyrst upp á stjörnuhimininn. Dolly Parton leysti frá skjóðunni og sagði fegurðarleyndarmálið ekki leynast í rándýrum snyrtivörum, heldur þvert á móti. 

„Ég á enga sérstaka húðrútínu,“ viðurkenndi Parton. „Ég held að maður eigi ekki að þurfa að borga fullt af peningum fyrir góðar vörur. Flestar vörur sem kosta minna eru alveg jafn góðar og stundum betri en þær sem kosta mann hvítuna úr augunum,“ sagði hún og játaði að sofa yfirleitt með farðað andlit til að vera viðbúin hamförum.

„Andlitið þríf ég á morgnana því ég veit aldrei hvort það kemur jarðskjálfti eða fellibylur sem verður til þess að ég þurfi að fara út um miðja nótt.“

mbl.is