Þetta eru rauðu flöggin í upphafi sambands

Samskipti kynjanna | 17. maí 2024

Þetta eru rauðu flöggin í upphafi sambands

Hver eru rauðu flöggin þegar maður er að kynnast einhverjum nýjum? Matthew Hussey er sambandsráðgjafi sem gefið hefur út margar bækur um ástina og nefnir nokkur atriði sem allir verða að vera á varðbergi gagnvart.

Þetta eru rauðu flöggin í upphafi sambands

Samskipti kynjanna | 17. maí 2024

Það þarf að kynnast einhverjum vel áður en maður setur …
Það þarf að kynnast einhverjum vel áður en maður setur hjartað að veði. Ljósmynd/Pexels/Katherina Holmes

Hver eru rauðu flöggin þegar maður er að kynnast einhverjum nýjum? Matthew Hussey er sambandsráðgjafi sem gefið hefur út margar bækur um ástina og nefnir nokkur atriði sem allir verða að vera á varðbergi gagnvart.

Hver eru rauðu flöggin þegar maður er að kynnast einhverjum nýjum? Matthew Hussey er sambandsráðgjafi sem gefið hefur út margar bækur um ástina og nefnir nokkur atriði sem allir verða að vera á varðbergi gagnvart.

1. Að tala illa um fyrrverandi

„Ef einhver er að tala illa um alla þá sem hann hefur verið í sambandi við þá er það mögulega merki um að sá er ekki að taka ábyrgð á eigin þætti í sambandinu. Það er mikilvægt að staldra þarna við. Það er alltaf auðvelt að kenna öðrum um allt sem miður fór en oftast þarf tvo til.“

2. Að sýna of mikla ást í einu

„Þeir sem fara mikinn of snemma í sambandinu eru annað hvort að leika á tilfinningar þínar eða of einfaldir í sér. Bæði er slæmt. Þeir gera kannski stór plön um framtíðina með þér og eru með miklar ástarjátningar. Þeir telja sig vera ástfangna eftir stutt kynni án þess að þekkja manneskjuna. Sannleikurinn er sá að þeir geta þá dottið úr ást alveg jafnskjótt. Um leið og brestir þínir koma í ljós (og allir eru með bresti) þá fara þeir hlaupandi í burtu.“

3. Koma illa fram við aðra þegar ekki sést til

„Þarna er nauðsynlegt að fylgjast náið með hegðun einhvers og taka eftir því ef það er munur á hvernig þeir haga sér þegar þú ert nærri eða þegar þeir halda að þú sért ekki nærri. Ef misræmi er í hegðuninni, ef þeir koma ólíkt fram við fólk í mismunandi aðstæðum, þá eru þeir í hlutverkaleik með þér. Þú vilt einhvern sem er góður við alla, sama hvað.“

mbl.is