Hugmyndin kviknaði á litlu baðherbergi í Lundúnum

Fatastíllinn | 7. janúar 2024

Hugmyndin kviknaði á litlu baðherbergi í Lundúnum

Silja Rún Bárðardóttir hönnuður og stofnandi íslenska vörumerkisins Bari hefur alla tíð haft mikinn áhuga á húðvörum, húðumhirðu, heilsulindum og textíl- og tískuiðnaðinum. Hún ákvað að skella sér í nám í snyrti- og heilsulindafræði í Lundúnum árið 2019 en neyddist til að koma aftur heim á klakann í mars 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á. 

Hugmyndin kviknaði á litlu baðherbergi í Lundúnum

Fatastíllinn | 7. janúar 2024

Silja Rún Bárðardóttir er hönnuður og stofnandi íslenska vörumerkisins Bari.
Silja Rún Bárðardóttir er hönnuður og stofnandi íslenska vörumerkisins Bari.

Silja Rún Bárðardóttir hönnuður og stofnandi íslenska vörumerkisins Bari hefur alla tíð haft mikinn áhuga á húðvörum, húðumhirðu, heilsulindum og textíl- og tískuiðnaðinum. Hún ákvað að skella sér í nám í snyrti- og heilsulindafræði í Lundúnum árið 2019 en neyddist til að koma aftur heim á klakann í mars 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á. 

Silja Rún Bárðardóttir hönnuður og stofnandi íslenska vörumerkisins Bari hefur alla tíð haft mikinn áhuga á húðvörum, húðumhirðu, heilsulindum og textíl- og tískuiðnaðinum. Hún ákvað að skella sér í nám í snyrti- og heilsulindafræði í Lundúnum árið 2019 en neyddist til að koma aftur heim á klakann í mars 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á. 

„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á húðvörum og húðumhirðu, ég gæti verið í apótekum, snyrtivörubúðum endalaust að skoða og pæla. Ég hef líka mikinn áhuga á heilsulindum og heilsulindarmeðferðum svo það heillaði mig mikið við Lundúni og námið þar,“ segir Silja.

Silja hefur einnig mikinn áhuga á textíl- og tískuiðnaðinum, en hún segist frekar velja föt út frá efnum og sniðum heldur en að flíkin passi fullkomlega. „Það er alltaf hægt að stytta og lagfæra flíkur hjá saumakonu eða klæðskera en það er ekki hægt að breyta efninu í flíkinni,“ segir hún.

Silja hefur mikinn áhuga á húðvörum og húðumhirðu.
Silja hefur mikinn áhuga á húðvörum og húðumhirðu.

Varð yfir sig heilluð af Lundúnum

Silja kunni afar vel við sig í Lundúnum og segir hana án efa vera með uppáhaldsborgunum hennar. „Ég elska Lundúni. En borgin er mjög stór og helsti gallinn við hana er að það tók mig klukkustund að fara til vinkonu minnar sem bjó hinum megin í Lundúnum. Ég bjó í Shoreditch sem er mjög skemmtilegt hverfi og ég mæli með því að kíkja þangað á kaffihús og að versla ef einhver er á leiðinni til Lundúna,“ segir hún. 

„Það sem ég sakna mest við Lundúni eru heilsuræktirnar og hugleiðslustöðvarnar, en fyrir þá sem búa í Lundúnum þá mæli ég með Re-Mind studio. Þú kemur inn í pínulitla stílhreina stöð og getur fengið þér te áður en þú ferð í tímann. Það er boðið upp á allskonar tíma eins og hugleiðslu og heilun og það er ekki annað hægt en að slaka á í þessum tímum,“ bætir hún við.

Þótt Silja hafi verið yfir sig heilluð af Lundúnum voru ákveðnir hlutir sem hún saknaði. „Það sem ég saknaði mest við Ísland er sund og bað. Það er ekkert betra en að fara í sund þegar það er dimmt, létt rigning og logn – manni líður eins og maður sé í „spa treatment“,“ segir hún.

Silja kunni afar vel við sig í Lundúnum.
Silja kunni afar vel við sig í Lundúnum.

Krefjandi að deila litlu baðherbergi með leigjandanum

Silja bjó í lítilli stúdentaíbúð í Lundúnum og deildi baðherbergi með stelpu sem hún leigði með. „Það var krefjandi að deila baðherberginu þar sem ég gæti alveg dundað mér þar klukkutímunum saman á kvöldin að setja á mig maska og svoleiðis,“ segir hún.

Áður en hún flutti til Lundúna var Silja vön að eyða löngum tíma í „wellness“ rútínu sína eftir sturtu, en þegar hún flutti þurfti hún að aðlaga rútínu sína að aðstæðum. „Ég hef alltaf verið mikil sloppamanneskja en hefur oft fundist sloppar þvælast fyrir mér, sérstaklega ef maður er að eiga rólegan morgun og vill hafa það kósí eða fer í sturtu eftir langan dag og nennir kannski ekki strax í náttföt en vilt ekki fara í venjuleg föt heldur,“ segir hún.

Silju langaði að finna eitthvað sem hægt væri að klæða …
Silju langaði að finna eitthvað sem hægt væri að klæða sig í eftir sturtu sem er ekki sloppur en samt ekki venjuleg föt heldur. Ljósmynd/Magnús Óli

Silja segir hugmyndina að vörumerkinu sínu, Bari, því í raun hafa kviknað á litla baðherberginu í Lundúnum, en henni þótti ekki þægilegt að þurfa að drífa sig í föt eftir að hafa borið á sig líkamskrem og olíu eftir sturtu. Hana vantaði því eitthvað sem væri þægilegt að skella sér strax í.  

„Ég byrjaði að teikna hugmyndir að sniðum sem væru þægileg og hentug fyrir kalda íslenska veðrið. Um leið og ég kom heim frá Lundúnum leitaði ég svo til klæðskera, en þá kynntist ég Birnu klæðskera sem kom teikningunni minni af Bari frá hugmynd í hausnum mínum í áþreifanlegar flíkur,“ segir Silja.

Til að tryggja gæði leitaði Silja til Portúgals, en hún …
Til að tryggja gæði leitaði Silja til Portúgals, en hún segir landið vera þekkt fyrir framúrskarandi handverk, hágæða efni og tækninýjungar í efnisframleiðslu.

Reynir að dekra við sig í hverri sturtuferð

Í dag er Silja orðin móðir, en hún á fjögurra mánaða gamla stelpu og hefur því þurft að aðlaga „wellness“ rútínu sína að því. „Eftir að ég átti stelpuna mína þá hef ég tileinkað mér að þrífa hárið og setja næringu í sturtunni, leyfa næringunni að sitja í hárinu í 2-3 mínútur og á meðan skrúbba ég mig og set sturtuolíu. Ég skrúbba mig sirka fjórum sinnum í viku en set alltaf sturtuolíu,“ útskýrir Silja. 

„Þannig næ ég að dekra við mig í hverri sturtuferð og það gerir svo mikið fyrir mann. Ég mæli eindregið með því fyrir nýbakaðar mömmur og auðvitað bara alla,“ bætir hún við.

Silja er orðin móðir og hefur því þurft að aðlaga …
Silja er orðin móðir og hefur því þurft að aðlaga rútínu sína að nýju hlutverki.

Eftir sturtu þá setur Silja alltaf gott krem og stundum olíu á húðina á meðan hún er enn aðeins rök, en hún segir húðina taka mun betur við kreminu ef hún er aðeins rök. Að því loknu hoppar hún í Bari settið sitt.

Aðspurð segist Silja reyna að dekra við sig í og eftir sturtu eins og og hún getur enda veiti það henni bæði vellíðan og ferskleika, en stundum gerir hún þó extra vel við sig. „Að fara í heitt bað með magnesíum og setja maska í hárið og á andlitið er lúxus „wellness ritúalið“ mitt,“ segir hún. 

Ekki bara gott heldur nauðsynlegt að slaka á

Silja leggur mikla áherslu að gera upplifunina eftir sturtuna, baðið eða sundið að meira „ritúal“ eins og hún kýs að kalla það frekar en rútínu. „Að mínu mati þá er svo mikilvægt að passa upp á sjálfan sig og dekra við sig. Ég held að margir tengi við hvað nútíminn er orðinn hraður og það er ekki bara gott að slaka á og núllstilla sig heldur nauðsynlegt,“ útskýrir hún. 

„Ég er nýbökuð móðir og er í mörgum verkefnum svo það er mikilvægt fyrir mig að taka því rólega þegar hægt er og slaka á, en það er eitthvað svo róandi að nýta stundirnar eftir að hafa verið í vatni í að slaka á. Eitt af markmiðunum hjá Bari er einmitt að ýta undir þessar stundir, þær eru bara svo einstakar,“ bætir hún við. 

Silja fer reglulega í heimsókn í verksmiðjuna sem framleiðir vörur …
Silja fer reglulega í heimsókn í verksmiðjuna sem framleiðir vörur fyrir Bari, en hún segist vera virkilega heilluð af landinu.

Ekkert grín að vera með fyrirtæki á Íslandi

Spurð hvernig hafi gengið að stofna fyrirtæki viðurkennir Silja að það sé ekkert grín að vera með fyrirtæki á Íslandi. „Ísland er náttúrulega eyja og dreifleiðirnar til annarra landa því ekki það auðveldasta. Það er líka dýrt að eiga fyrirtæki á Íslandi og ég verðlegg vörurnar mínar á það lægsta sem ég mögulega get miðað við kostnaðinn, en markmiðið mitt er að vörurnar séu aðgengilegar,“ segir hún. 

Silja segir að það sé ekkert grín að vera með …
Silja segir að það sé ekkert grín að vera með fyrirtæki á Íslandi.

Nýverið gaf Silja út nýtt sett, Day-To-Day, sem hún hannaði með ummæli kúnna sinna á bak við eyrað. „Efnið er léttara og mýkra, en nýja línan er úr Bambus frotté handklæðaefni. Day-To-Day settið var hannað með innblæstri frá heilsulindum,“ segir Silja. 

Það er margt spennandi framundan hjá Silju sem er spennt fyrir komandi tímum, enda margt í þróun frá Bari. 

Myndatakan fyrir nýju línuna var tekin á strönd í Portúgal.
Myndatakan fyrir nýju línuna var tekin á strönd í Portúgal.
mbl.is