Eru þeir sem skreyta fyrr hamingjusamari?

Heimili | 1. desember 2023

Eru þeir sem skreyta fyrr hamingjusamari?

Upp úr 1. desember fara jólaskreytingar að sjást í auknu mæli á heimilum landsmanna. Margir hafa sterkar skoðanir á því hvenær sé í lagi að byrja að skreyta fyrir jólin en rannsóknir benda hins vegar til þess að þeir sem byrja að skreyta snemma séu hamingjusamari. 

Eru þeir sem skreyta fyrr hamingjusamari?

Heimili | 1. desember 2023

Það styttist óðum í jólin!
Það styttist óðum í jólin! Ljósmynd/Pexels/Karolina Grabowska

Upp úr 1. desember fara jólaskreytingar að sjást í auknu mæli á heimilum landsmanna. Margir hafa sterkar skoðanir á því hvenær sé í lagi að byrja að skreyta fyrir jólin en rannsóknir benda hins vegar til þess að þeir sem byrja að skreyta snemma séu hamingjusamari. 

Upp úr 1. desember fara jólaskreytingar að sjást í auknu mæli á heimilum landsmanna. Margir hafa sterkar skoðanir á því hvenær sé í lagi að byrja að skreyta fyrir jólin en rannsóknir benda hins vegar til þess að þeir sem byrja að skreyta snemma séu hamingjusamari. 

„Í heimi fullum af streitu og kvíða finnst fólki gaman að umgangast hluti sem gleðja það og jólaskrautið kallar fram þessar sterku tilfinningar úr barnæskunni,“ segir sálfræðingurinn Steve McKeown í samtali við Vogue í Frakklandi.

„Þrátt fyrir að það gætu verið ýmsar ástæður fyrir því að einhver myndi vilja setja upp skreytingar snemma þá er það oftast af nostalgískum ástæðum – annað hvort til að endurupplifa töfrana eða bæta upp fyrri vanrækslu. Skreytingar eru einfaldlega akkeri eða leið að gömlum töfrandi æskutilfinningum og spennu. Svo það að setja upp jólaskrautið snemma eykur spennuna,“ bætir hann við.

Jólaskraut eykur gleðihormón í líkamanum

Geðlæknirinn Amy Morin tekur undir þetta. „Þegar þú setur upp jólaskreytingar þá hugsar þú til ánægjulegri tíma, tíma með fjölskyldu og vinum og fjölskylduhefðir sem þú hefur tekið þátt í. Fyrir sumt fólk er það bitursætt – ef það hefur misst ástvini – en það er samt leið til að tengjast,“ segir hún.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að það að setja upp jólaskraut eykur hamingjuhormónið dópamín, og það sama gerist þegar við horfum á fallegt jólaskraut.

mbl.is