Var með fjögur jólatré en er bara með tvö í ár

Jóla jóla ... | 23. desember 2023

Var með fjögur jólatré en er bara með tvö í ár

„Jólin eru minn tími,“ segir Dýrleif Ólafsdóttir sem hefur safnað jólaskrauti í hátt í 30 ár. Það er alltaf skemmtileg upplifun að koma til Dýrleifar fyrir jólin en hún raðar jólaskrautinu á nýjan hátt fyrir hver jól.

Var með fjögur jólatré en er bara með tvö í ár

Jóla jóla ... | 23. desember 2023

Fyrstu jólin eru í vændum hjá hvolpinum Fíu á jólaheimili …
Fyrstu jólin eru í vændum hjá hvolpinum Fíu á jólaheimili Dýrleifar Ólafsdóttur. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Jólin eru minn tími,“ segir Dýrleif Ólafsdóttir sem hefur safnað jólaskrauti í hátt í 30 ár. Það er alltaf skemmtileg upplifun að koma til Dýrleifar fyrir jólin en hún raðar jólaskrautinu á nýjan hátt fyrir hver jól.

„Jólin eru minn tími,“ segir Dýrleif Ólafsdóttir sem hefur safnað jólaskrauti í hátt í 30 ár. Það er alltaf skemmtileg upplifun að koma til Dýrleifar fyrir jólin en hún raðar jólaskrautinu á nýjan hátt fyrir hver jól.

„Ég hef alltaf verið mikið jólabarn. Ég var mikið hjá ömmu minni og afa og í gamla daga snérist mikið um jólin. Ég held í hefðirnar og geri núggatísinn hennar ömmu um jólin, hann verður að vera til. Ég skrifa líka jólakortin yfir sérríi eins og amma gerði.“

Amma Dýrleifar og nafna varð 100 ára í vor. Dýrleif bakar smákökur fyrir jólin og færir ömmu sinni sem er komin á Hrafnistu. „Ég geri það svo hún geti boðið starfsfólkinu og fólkinu sínu inn í kaffi. Henni finnst það algjört æði. Hún bakaði sínar eigin þangað til hún var 96, 97 ára,“ segir Dýrleif um ömmu sína.

Dýrleif saumar jólasokka sjálf en sokkasaumurinn er ein uppáhaldshandavinna hennar.
Dýrleif saumar jólasokka sjálf en sokkasaumurinn er ein uppáhaldshandavinna hennar. mbl.is/Arnþór Birkisson

Dýrleif hefur einu sinni reynt að vera í útlöndum um jól en það gekk ekki vel. „Börnin tóku það loforð af mér að ég myndi ekki vera að stússast eitthvað á Möltu um jólin. Það náði nú ekki lengra en að ég var komin út í búð rétt fyrir aðfangadag til þess að kaupa lítið jólatré og skraut til þess að skreyta með. Mér fannst ég hafa misst af jólunum.“

Hnetubrjótarnir koma vel út margir saman.
Hnetubrjótarnir koma vel út margir saman. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þurfti fleiri tré undir allt skrautið

Dýrleif segir að hún hafi byrjað að skreyta mikið þegar hún byrjaði að búa. Það bætist alltaf eitthvað í safnið á hverju ári. Eiginmaður hennar hjálpar til og hefur smitast af áhuga hennar.

Skreytir þú alltaf eins?

„Nei, ég breyti alltaf, til dæmis uppröðuninni. Fólk kemur hér ár eftir ár og spyr hvort það sé komið nýtt skraut en það er ekki, það var kannski annars staðar árið áður. Fólk er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Við höldum alltaf nokkur jólahlaðborð heima. Við erum með fyrir stórfjölskylduna, fyrir vinahópinn og svo er maðurinn minn með fyrirtæki. Við erum yfirleitt með þrjú jólahlaðborð fram að jólum,“ segir Dýrleif sem segir skemmtilegt að bjóða heim þegar allt er jólalegt. Hún sér þá um eftirréttina, þau kaupa mat og svo er lykillinn að undirbúa sig vel fyrir boðin.

Aðventukransinn í ár.
Aðventukransinn í ár. mbl.is/Arnþór Birkisson

Af hverju ertu með tvö jólatré?

„Þeim hefur fækkað! Ég var með fjögur og fimm jólatré. Ég á jólaskraut sem væri hægt að skreyta tvö hús með í viðbót, það er svo mikið til. Ég er búin að safna skrauti á stærra jólatréð mitt í hátt í 30 ár. Það var orðið fullt þannig að þá ákvað ég að setja jólaskrautið á fleiri tré,“ segir Dýrleif, það geti tekið heila kvöldstund að skreyta heilt jólatré.

Sælgætistréð er skreytt með nammiskrauti frá listakonunni Tinnu Royal.
Sælgætistréð er skreytt með nammiskrauti frá listakonunni Tinnu Royal. mbl.is/Arnþór Birkisson
Það tekur Dýrleifu marga klukkutíma að raða skrautinu á jólatréð …
Það tekur Dýrleifu marga klukkutíma að raða skrautinu á jólatréð en hún vandar sig virkilega. mbl.is/Arnþór Birkisson

Fólk hefur áhuga á útiskreytingunum

Það skapast oft mikil umferð fyrir utan hús Dýrleifar enda húsið og garðurinn vel skreytt með ljósum og fígúrum. Sumar eiga sér skemmtilega sögu.

„Það er heil fjölskylda með Jesúbarninu, Maríu mey og vitringunum. Það var kona að selja þetta á Húsavík og við ákváðum að keyra alla leið þangað og sækja þetta. Við gerðum okkur helgarferð og svo sátum við öll í aftursætinu á leiðinni heim,“ segir Dýrleif sem keypti líka jólasvein af eldri manni sem bað um heimilisfangið hjá henni við kaupin. Síðastliðin tvö ár hefur hann skoðað jólasveininn sinn í garðinum hjá Dýrleifu. „Þetta er maður sem er kominn yfir áttrætt og er hættur að skreyta af því hann hafði ekki orku í þetta sjálfur,“ segir hún.

Takið þið eftir því að fólk hafi áhuga á skreytingunum?

„Þegar það er nýbúið að skreyta er fólk að koma með barnabörnin og rölta í kring. Það er bara mjög skemmtilegt. Þegar ég hef talað um að ég nenni ekki að skreyta þá hafa nágrannar boðist til að borga rafmagnsreikninginn, þeim finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Dýrleif.

Jólaþorpið lýsir upp tilveruna.
Jólaþorpið lýsir upp tilveruna. mbl.is/Arnþór Birkisson
Jólin koma ekki án jólasveinsins.
Jólin koma ekki án jólasveinsins. mbl.is/Arnþór Birkisson
mbl.is