Minimalísk og notaleg jólastemning hjá Anítu í Köben

Heimili | 16. desember 2023

Minimalísk og notaleg jólastemning hjá Anítu í Köben

Fagurkerinn Aníta Mjöll Ægisdóttir er búsett í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Davíð Guðjónssyni, og syni þeirra, Matthías Jökli. Aníta starfar sem innanhússhönnuður við hönnun á vinnustöðum og hefur óneitanlega afar gott auga.

Minimalísk og notaleg jólastemning hjá Anítu í Köben

Heimili | 16. desember 2023

Aníta Mjöll Ægisdóttir er mikill fagurkeri og hefur skreytt heimili …
Aníta Mjöll Ægisdóttir er mikill fagurkeri og hefur skreytt heimili sitt í Kaupmannahöfn á fallegan máta fyrir jólin. Samsett mynd

Fagurkerinn Aníta Mjöll Ægisdóttir er búsett í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Davíð Guðjónssyni, og syni þeirra, Matthías Jökli. Aníta starfar sem innanhússhönnuður við hönnun á vinnustöðum og hefur óneitanlega afar gott auga.

Fagurkerinn Aníta Mjöll Ægisdóttir er búsett í Kaupmannahöfn ásamt kærasta sínum, Davíð Guðjónssyni, og syni þeirra, Matthías Jökli. Aníta starfar sem innanhússhönnuður við hönnun á vinnustöðum og hefur óneitanlega afar gott auga.

Að undanförnu hefur Aníta verið dugleg að deila skemmtilegu efni á samfélagsmiðlum sínum, bæði á TikTok og Instagram, þar á meðal hugmyndum að fallegu jólaskrauti. Aníta segist alla tíð hafa verið mikið jólabarn og er búin að skreyta heimili fjölskyldunnar í Kaupmannahöfn á einstaklega notalegan máta fyrir jólin.

Heimili Anítu er komið í ansi jólalegan búning.
Heimili Anítu er komið í ansi jólalegan búning.

Ert þú mikið jólabarn?

„Já, ég hef alltaf verið mikið jólabarn frá því að ég man eftir mér.“

Hvernig verða jólin hjá þér í ár?

„Í ár líkt og önnur ár ætlum við að skreppa til Íslands og eyða jólunum með fjölskyldum okkar, en við ætlum svo að vera hér í Kaupmannahöfn yfir áramótin.“

Fallegar slaufur úr satínborða gefa jólatrénu skemmtilegt yfirbragð.
Fallegar slaufur úr satínborða gefa jólatrénu skemmtilegt yfirbragð.

Hvað kemur þér í jólaskap?

„Það er ekki eitthvað eitt sérstakt. Það er kannski meira árstíðarbreytingin sem kemur mér í jólaskap. Þegar það fer að kólna, fer að dimma fyrr og við erum að fara inn í nóvember, þá er ég strax farin að hugsa til jólanna.

Ég elska að gera meira úr öllu, og teygja og toga úr hverju tilefni, og af því jólin eru uppáhaldstíminn minn á árinu, þá hef ég mjög ómeðvitað í gegnum árin einhvern veginn teygt jólin svolítið yfir allan desember og helst fram í miðjan nóvember ... ekkert endilega í því að skreyta, en bara svona hugarfarið og stemningin.

En svo auðvitað ýtir það undir jólaskapið, að hér úti er allt komið í jólabúning um miðjan nóvember.“

Jólin eru í miklu uppáhaldi hjá Anítu.
Jólin eru í miklu uppáhaldi hjá Anítu.

Hvenær byrjar þú að skreyta fyrir jólin?

„Sko ... haldið ykkur ... helst væri ég til í að gera það um miðjan nóvember. Mér fannst ég til að mynda mjög sein í ár þegar að ég byrjaði ekki að skreyta fyrr en í lok nóvember. En mér til varnar þá held ég að þetta sé svolítið tengt því að mér þykir ótrúlega vænt um tímann í kringum jólin hér heima hjá okkur þar sem að við eyðum jólunum, sem flestir þekkja, aldrei heima hjá okkur.

Þannig að það hefur svolítið leitt mig út í að byrja fyrr hér til þess að upplifa hálfgerð „jól“ heima líka. Fyrir tveimur árum síðan byrjuðum við líka með þá hefð að halda „litlu jól“ hér heima í Köben þar sem við dressum okkur upp, borðum jólamat og opnum pakka. Svo förum við til Íslands og upplifum klassísku jólin með fólkinu okkar sem okkur þykir svo vænt um.“

Aníta vill helst byrja að skreyta heimilið fyrir jólin um …
Aníta vill helst byrja að skreyta heimilið fyrir jólin um miðjan nóvember.

Hvernig skreytir þú fyrir jólin?

„Ég er svolítið minimalísk í jólaskrauti, og mörgum finnst það eflaust hálf dapurt. En mér finnst þetta aðallega spurning um að gera allt þeim mun meira huggulegt í kringum sig.

Við erum líka ennþá þar að við eigum ekkert rosalega mikið af jólaskrauti, þó svo að það séu núna sjö ár síðan við byrjuðum að búa. En fyrstu árin okkar fórum við yfirleitt frekar snemma til Íslands yfir jólin og vorum því ekki mikið að skreyta heima hjá okkur.

Þannig að það hefur í raun bara verið fyrst á síðustu árum sem við höfum verið að sanka að okkur jólaskrauti. Ég hef ekki viljað bara kaupa til þess að fylla allt, heldur frekar velja inn hluti sem ég veit að við getum notað árin á eftir.“

Minimalískar jólaskreytingar eru áberandi á heimili Anítu.
Minimalískar jólaskreytingar eru áberandi á heimili Anítu.

Hvaða skraut er ómissandi fyrir jólin?

„Fallegur krans. Kransar geta verið svo ótrúlega mismunandi og þú getur þess vegna útfært þá eins og þú vilt. Ég er t.d. með þrjá kransa hér í íbúðinni, allir frekar minimalískir en ólíkir á sama tíma.“

Fallegir kransar eru ómissandi að mati Anítu.
Fallegir kransar eru ómissandi að mati Anítu.

Hvernig myndir þú lýsa fatastílnum þínum?

„Ég hef aldrei sett mig í eitthvað ákveðið box þegar kemur að fatastíl. Þannig mér finnst frekar erfitt að lýsa honum. En ég hugsa að það væri líklega frekar minimalískur með áherslu á þægindi.“

Aníta er með flottan og minimalískan fatastíl.
Aníta er með flottan og minimalískan fatastíl.

Hvað er ómissandi í fataskápinn yfir hátíðirnar?

Falleg náttföt og falleg kápa. Ég held að góð viðskiptahugmynd fyrir sjálfa mig væri bara að fara að framleiða náttföt. Ég elska falleg náttföt. Ég nota náttföt heima hjá mér meira eins og aðrir nota „lounge wear“ heima hjá sér en svo sef ég ekkert í þeim. Ég á sérstök náttföt sem eru „lounge“ og svo önnur fyrir svefn yfir vetrartímann. Ég er alveg mjög skrítin með þetta, eða kannski ekki, kannski er einhver þarna úti sem tengir ...

En mér finnst jólahátíðin vera svo mikil náttfatahátíð á sama tíma og þetta er líka hátíð sem gaman er að dressa sig upp fyrir. Spilakvöldin, bíómyndakvöldin og smáköku baksturinn eru allt eitthvað sem er svo notalegt að vera í góðum náttfötum í.

Góð og falleg kápa er síðan eitthvað sem er tímalaus klassík í fataskápinn, og eitthvað sem hægt er að nota við allt að mínu mati. Til þess að setja punktinn yfir i-ið við hátíðardressið, eða jafnvel bara í anda Carrie Bradshaw yfir náttfötin yfir hátíðarnar.“

Draumanáttföt!
Draumanáttföt!

Kaupir þú þér alltaf nýtt dress fyrir jólin?

„Yfirleitt. En það er samt alveg á skjön við hvernig ég er vanalega. Það er svolítið síðan að ég hætti nánast alveg eða dró að minnsta kosti verulega úr því að kaupa mér föt fyrir sérstök tilefni. Ég hef meira sett áhersluna á kaupa ekki bara til þess að kaupa, heldur er ég farin að taka miklu meðvitaðari ákvarðanir og kaupi bara ef það er eitthvað sem ég sé mikið notagildi í, en er ekki bara fyrir eitthvað eitt skipti.

En ég held að ástæðan fyrir því að ég fæ mér nánast alltaf eitthvað fyrir jólin er að þá er eins og ég leyfi mér meira að kaupa mér það sem mér hefur kannski langað í lengi.
Oft er þetta eitthvað sem mig hefur langað í í nokkur ár, eða að minnsta kosti í góðan tíma, en aldrei „leyft“ mér að kaupa það. En svo koma jólin og þá slæ ég oft til.“

Þegar kemur að tísku setur Aníta þægindin í fyrsta sæti.
Þegar kemur að tísku setur Aníta þægindin í fyrsta sæti.

Ertu búin að ákveða í hverju þú verður þessi jólin?

„Nei reyndar ekki, og ég kaupi mér líklega ekki neitt nýtt sérstaklega fyrir jólin í ár, þó svo að það sé einn blazer-jakki á jólagjafalistanum sem mig hefur dreymt um mjög lengi. Ég hef verið að spá í hvort að ég ætti að láta verða af því að kaupa hann fyrir jólin eða halda honum á óskalistanum aðeins lengur.“

Það er notaleg stemning á heimili Anítu yfir jólin.
Það er notaleg stemning á heimili Anítu yfir jólin.

Hvað er ómissandi í snyrtibudduna yfir hátíðirnar?

„Ég myndi segja fallegur djúpur rauður litur á varirnar og kinnarnar. Mér finnst það alltaf svo hátíðlegt og fallegt. Ég keypti mér t.d. varasalva um daginn sem er frekar glosskenndur í djúprauðum lit sem hægt er að nota á varirnar og kinnarnar. Mjög fallegur og fullkominn fyrir þessa árstíð.“

Hvað er efst á óskalistanum þínum?

„Eins og ég nefndi hérna áðan þá hefur blazer-jakki frá The Frankie Shop verið mjög lengi á óskalistanum. Tímalaus eign í fataskápinn sem ég sé svo ótrúlega mikil not í.“

Blazer-jakki frá The Frankie Shop er efstur á óskalista Anítu.
Blazer-jakki frá The Frankie Shop er efstur á óskalista Anítu.

„Góðir hlýjir sokkar eru í daglegri notkun á mínu heimili yfir vetrartímann. Þessir frá Varma eru svo ótrúlega mjúkir og þægilegir. Fullkomnir í jólapakkann.“

Hlýjir sokkar klikka aldrei í jólapakkann!
Hlýjir sokkar klikka aldrei í jólapakkann!

„Ég elska að safna fallegum vösum. Það er svo auðvelt að umbreyta heimilinu bara með því að „svissa“ til vösum hér og þar, eða öðrum álíka smámunum eins og bókum eða stjökum.
Ég hef verið með augastað á þessum Terracotta vasa frá Tine K í smá tíma núna, elska lagið á honum og náttúrulegu áferðina.“

Þessi fallegi vasi er frá Tine K.
Þessi fallegi vasi er frá Tine K.

„Mig er búið að langa að prófa þessa margumræddu varasalva frá Rhode lengi, en ég er sérstaklega spennt fyrir Peptide Lip Tint í litnum Espresso.“

Varasalvinn frá Rhode er að sjálfösgðu á óskalista Anítu.
Varasalvinn frá Rhode er að sjálfösgðu á óskalista Anítu.

„Ég er búin að heyra svo ótrúlega góða hluti um þessa olíu í hárið, þannig mig hefur lengi langað að prófa hana. Fullkomin á jólagjafa listann.“

Hver elskar ekki góða hárolíu?
Hver elskar ekki góða hárolíu?
mbl.is