Kim Kardashian fer inn í nýtt ár með nýtt hár

Kardashian | 30. desember 2022

Kim Kardashian fer inn í nýtt ár með nýtt hár

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kim Kardashian, kom rúmlega 338 milljón fylgjendum sínum á Instagram verulega á óvart á aðfangadag þegar hún birti mynd af sér með dökkt hár. Kardashian hefur skartað ljósu hári síðustu sjö mánuði, en hún aflitaði hárið á sér fyrir Met Gala í maí síðastliðnum.

Kim Kardashian fer inn í nýtt ár með nýtt hár

Kardashian | 30. desember 2022

Kim Kardashian hefur verið með aflitað hár síðan í maí, …
Kim Kardashian hefur verið með aflitað hár síðan í maí, en hún kom aðdáendum sínum verulega á óvart á aðfangadag eftir að hafa litað hárið á sér dökkt. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kim Kardashian, kom rúmlega 338 milljón fylgjendum sínum á Instagram verulega á óvart á aðfangadag þegar hún birti mynd af sér með dökkt hár. Kardashian hefur skartað ljósu hári síðustu sjö mánuði, en hún aflitaði hárið á sér fyrir Met Gala í maí síðastliðnum.

Raunveruleikastjarnan og athafnakonan, Kim Kardashian, kom rúmlega 338 milljón fylgjendum sínum á Instagram verulega á óvart á aðfangadag þegar hún birti mynd af sér með dökkt hár. Kardashian hefur skartað ljósu hári síðustu sjö mánuði, en hún aflitaði hárið á sér fyrir Met Gala í maí síðastliðnum.

Kardashian virðist ætla að fara inn í nýja árið af krafti og skilja bæði ljósu lokkana og dramað sem fylgdi árinu 2022 eftir í fortíðinni. Hún frumsýndi dökka hárið á aðfangadag í glæsilegu partíi með fjölskyldu sinni, en háraliturinn er hinn klassíski „Kardashian litur“ sem hefur verið einkennandi háralitur Kardashian-Jenner systranna í gegnum árin. 

Í 15 klukkustundir að aflita hárið

Þó Kardashian hafi lengst af verið með dökkan háralit hefur hún verið óhrædd við að prófa nýja hluti í gegnum árin. Árið 2017 var hún með axlasítt blátt hár um tíma, en ári síðar skartaði hún bleiku hári. 

Í ár gerðist hún djörf og aflitaði hárið á sér fyrir Met Gala, en í nóvember fengu áhorfendur raunveruleikaþáttanna The Kardashians að skyggnast á bak við tjöldin og fylgjast með undirbúningi hennar fyrir viðburðinn. Þá kom í ljós að Kardashian hafi ákveðið að aflita hárið á sér á síðustu stundu til að líkja eftir Marilyn Manroe þar sem hún klæddist goðsagnakenndum kjól hennar á viðburðinum. 

„Þetta hárlitunarferli er svo leiðinlegt og pirrandi. Við erum ekki með sjampóskál svo við verðum að skola hárið milljón sinnum. Þetta verður að vera rétti liturinn og hárið á mér má ekki detta af,“ sagði Kardashian í þættinum, en aflitunarferlið getur farið ansi illa með hárið.

„Við verðum að gera þetta rétt vegna þess að við höfum bara einn dag til að lita hárið, svo við verðum að vera vakandi næstu 15 klukkustundirnar til þess að ná að aflita það,“ bætti hún við. 

Það var mikil vinna að aflita hárið á Kardashian, enda …
Það var mikil vinna að aflita hárið á Kardashian, enda var hún með dökkbrúnt hár.

Mikil vinna að vera ljóshærð

Eftir Met Gala virtist Kardashian ekki vera tilbúin að segja skilið við ljósu lokkana alveg strax og naut þess því að vera ljóshærð í sumar og haust. Í september síðastliðnum sagðist hún þó ætla að lita hárið á sér bráðlega, enda væri mikil vinna að viðhalda ljósa hárinu. „Ég hef verið mjög löt við að lita rótina. Það er bara svo mikil vinna,“ sagði hún. 

mbl.is