Vill ekki sjá raunveruleikastjörnuna leika

Kardashian | 25. apríl 2023

Vill ekki sjá raunveruleikastjörnuna leika

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er elskuð og dáð af óteljandi aðdáendum víðsvegar um heim en Broadway–goðsögnin Patti LuPone er alls ekki ein þeirra.

Vill ekki sjá raunveruleikastjörnuna leika

Kardashian | 25. apríl 2023

Patti LuPone vill ekki sjá Kim Kardashian í American Horror …
Patti LuPone vill ekki sjá Kim Kardashian í American Horror Story. Samsett mynd

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er elskuð og dáð af óteljandi aðdáendum víðsvegar um heim en Broadway–goðsögnin Patti LuPone er alls ekki ein þeirra.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er elskuð og dáð af óteljandi aðdáendum víðsvegar um heim en Broadway–goðsögnin Patti LuPone er alls ekki ein þeirra.

Söngleikjastjarnan var gestur í þætti Andy Cohen, Watch What Happens Live, þegar samræðurnar snerust að Kardashian og komandi hlutverki hennar í seríunni, American Horror Story.

Þegar Cohen spurði leikkonuna um hlutverk Kardashian þá heyrðist hátt og skýrt að leikkonunni líst ekkert á ráðninguna og finnst Kardashian ekki eiga heima á sviði né í setti. 

„Hvað ertu að gera við líf þitt?“

LuPone talaði ekki lítillega um það af hverju hún ætti í vandræðum með hlutverkavalið og sagði að hlutverkið ætti að fara til leikara. „Fyrirgefðu, Kim,“ sagði hún og ávarpaði raunveruleikastjörnuna beint í gegnum skjáinn: „Hvað ertu að gera við líf þitt? Ekki stíga á svið, frú Worthington,“ sagði hún og vitnaði þar í lag Noël Coward frá árinu 1935, þar sem söngvarinn ræður svokallaðri sviðsmömmu frá því að leyfa dóttur sinni að stunda sviðsferil. 

Leikarinn John Leguizamo, sem sat við hlið LuPone, var einnig með í umræðunni og sagði: „Það sem hún sagði, ég tvöfalda tilfinningarnar.“

Fyrr í þessum mánuði deildi Kardashian kynningarmyndbandi á Instagram fyrir 12. þáttaröð FX–seríunnar. Myndbandið innihélt skilaboðin: „Emma Roberts og Kim Kardashian eru viðkvæmar.“

mbl.is