Gummi kíró fór í skallameðferð

Fatastíllinn | 22. október 2023

Gummi kíró fór í skallameðferð

Kírópraktor inn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er spenntur fyrir hausttískunni en haustið er uppáhaldsárstíðin hans þegar kemur að tísku. Föt eru ekki það eina sem hann pælir í þegar kemur að útliti en hann fer reglulega í hármeðferðir til að viðhalda þéttleika hársins.

Gummi kíró fór í skallameðferð

Fatastíllinn | 22. október 2023

Guðmundur í flottum lambaskinnsjakka frá Acne Studios.
Guðmundur í flottum lambaskinnsjakka frá Acne Studios. Ljósmynd/Stefán Turner

Kírópraktor inn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er spenntur fyrir hausttískunni en haustið er uppáhaldsárstíðin hans þegar kemur að tísku. Föt eru ekki það eina sem hann pælir í þegar kemur að útliti en hann fer reglulega í hármeðferðir til að viðhalda þéttleika hársins.

Kírópraktor inn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, er spenntur fyrir hausttískunni en haustið er uppáhaldsárstíðin hans þegar kemur að tísku. Föt eru ekki það eina sem hann pælir í þegar kemur að útliti en hann fer reglulega í hármeðferðir til að viðhalda þéttleika hársins.

„Ég hef verið hjá The Ward í PRP-hármeðferð, fyrst fyrir tveimur árum og þá í fullri meðferð. Síðan þá hef ég farið einu sinni á ári til að viðhalda árangrinum. PRP stendur fyrir Platelet Rich Plasma sem er í rauninni eigin blóðvökvi meðhöndlaður á ákveðinn hátt. Honum er síðan sprautað inn í hársvörðinn þar sem hann örvar hársekkina og eykur þannig hárvöxtinn aftur,“ segir Guðmundur þegar hann er spurður út í hármeðferðina.

„Ég leitaði til The Ward þegar mér fannst vera farið að bera á hærri kollvikum og þegar þéttleikinn á hárinu fór að minnka. Eftir fyrstu meðferð sá ég strax mikinn mun á þéttleikanum og þá sérstaklega ofan á höfðinu þar sem skalli oftast myndast fyrst. Ég held að það sé viðkvæmt fyrir karlmenn að ræða hármissi eða -þynningu því að hárið getur verið mjög stór partur af sjálfsmynd. Það er sem betur fer ekki lengur skrítið eða hallærislegt að leita sér aðstoðar til þess að auka hárvöxt eða fara í hárígræðslu. Ég veit til þess að PRP-meðferðin sé einnig að reynast vel sem áframhaldandi meðferð eftir hárígræðslu þannig að PRP er ekki síðri fyrir þá sem hafa sótt slíka meðferð til að hámarka árangurinn.“

Auk þess að hugsa vel um hárið er Guðmundur með góða húðrútínu. „Ég hugsa mjög mikið um húðina á mér og er með húðrútínu á morgnana og á kvöldin. Ég nota alltaf serum, dagkrem og augnkrem á hverjum morgni og svo þvæ ég andlitið og nota maska, næturserum og andlitsolíu mjög reglulega. Ég hef einnig farið í húðþéttingu hjá The Ward sem vinnur gegn öldrun og stinnir húðina.“

Guðmundur er sáttur við að þröngar buxur séu dottnar úr …
Guðmundur er sáttur við að þröngar buxur séu dottnar úr tísku. Hér er hann í víðum buxum í fallegu sniðu. Ljósmynd/Stefán Turner

Tímalaus og fáguð tíska í haust

Guðmundur er þekktur fyrir að vera einn best klæddi maður landsins. Hann er að sjálfsögðu með það á hreinu hvað verður í tísku í vetur.

„Herratískan fyrir haustið er klassísk, tímalaus og fáguð. Flíkur eins og lambaskinnsjakkar, tvíhnepptir síðir frakkar, kósí kasmírpeysur, leðurjakkar og víðar buxur verða áberandi. Það sem er að detta út eru áberandi lógó, þröng snið og ódýr gerviefni,“ segir Guðmundur.

Ert þú sjálfur að gera breytingar á klæðaburði þínum?

„Ég hef sjálfur verið að færast meira yfir í tímalausan og víðari klæðnað ásamt því að halda í minn karakter og tjáningu. Ég hlakka alltaf mikið til haustsins þar sem það er minn uppáhaldsárstími fyrir tísku, þess vegna nefni ég líka merkið mitt Autumn clothing.“

Ertu einn af þeim sem elska að draga fram yfirhafnir á haustin?

„Ég er mjög spenntur fyrir lambaskinnsjökkunum og síðum tvíhnepptum jökkum í haust og að klæðast þykkum, víðum peysum og þá helst með v-hálsmáli til að sýna smá brjóstkassa. Mér finnst að allir karlmenn þurfi flottan frakka, helst þá úr kasmírbómullarblöndu sem þeir geta klæðst á köldum dögum og ekki fara alltaf í dúnúlpuna.“

Hvað finnst þér um þessa 90's-strauma sem hafa verið áberandi að undanförnu?

„Ég elska þessa 90's-strauma enda eru þröngar flíkur og litlausar að detta úr tísku. Þessi víðu snið og þægindi í klæðnaði heilla mig mjög mikið.“

Guðmundur ásamt unnustu sinni Línu Birgittu í hvítum galla frá …
Guðmundur ásamt unnustu sinni Línu Birgittu í hvítum galla frá hátískumerkinu Loewe sem hann segir sjóðandi heitt um þessar mundir. Ljósmynd/Arnór Trausti

Hvað er á óskalistanum þínum?

„Það er ekkert sérstakt á óskalistanum þó svo að mig langi alltaf í eitthvað nýtt og skemmtilegt. Til að segja eitthvað ætla ég að uppfæra Bottega Veneta-hliðartöskuna mína sem ég hef verið mikið með síðustu tvö ár og kaupa mér Fendi-tösku í París á næstunni.“

Eru einhverjir íslenskir menn sem þér finnst alveg vera með stílinn á hreinu?

„Já, það er fullt af flottum karlmönnum og strákum sem eru með stílinn á hreinu og til að nefna nokkra þá eru það Patrik Atlason (prettyboi) sem er með trendí, skemmtilegan, litríkan og líflegan fatastíl sem vekur alltaf athygli. Helgi Ómars er með tímalausan, þægilegan og afslappaðan fatastíl sem heillar ávallt og hann kann að poppa upp lúkkið með aukahlutum. Rúrik Gíslason fylgist greinilega mjög vel með straumum og stefnum og kann að blanda saman tímalausum og trendí klæðnaði á fallegan og heillandi máta. Daníel Ágúst Haraldsson vekur alltaf mikla athygli. Hann kann og leyfir sér að tjá sig með klæðnaði og tísku sem ég fíla í botn. Þetta eru fáir af mörgum fleirum sem ég fylgist með og heillast af hérna á Íslandi,“ segir Guðmundur.

mbl.is