10 bleikir hlutir sem þú þarft inn í líf þitt

Heimili | 19. október 2023

10 bleikir hlutir sem þú þarft inn í líf þitt

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, er bleiki dagurinn þar sem öll eru hvött til að klæðast bleikum lit og sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Óskalista vikunnar prýða því tíu einstaklega fallegir bleikir hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir inn í líf þitt fyrr en núna!

10 bleikir hlutir sem þú þarft inn í líf þitt

Heimili | 19. október 2023

Óskalisti vikunnar er stútfullur af flottum vörum!
Óskalisti vikunnar er stútfullur af flottum vörum! Samsett mynd

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, er bleiki dagurinn þar sem öll eru hvött til að klæðast bleikum lit og sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Óskalista vikunnar prýða því tíu einstaklega fallegir bleikir hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir inn í líf þitt fyrr en núna!

Næstkomandi föstudag, þann 20. október, er bleiki dagurinn þar sem öll eru hvött til að klæðast bleikum lit og sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Óskalista vikunnar prýða því tíu einstaklega fallegir bleikir hlutir sem þú vissir ekki að þú þyrftir inn í líf þitt fyrr en núna!

Draumapeysa sem grípur augað!

Þessi fallega peysa frá danska fatahönnuðinum Stine Goya ætti að hitta beint í mark enda eru litatónar og mynstur peysunnar einkar sjarmerandi.

Peysa frá Stine Goya fæst í Andrá og kostar 37.900 …
Peysa frá Stine Goya fæst í Andrá og kostar 37.900 kr. Ljósmynd/Andrareykjavik.com

Poppaðu upp útlitið!

Fataskápar landsmanna eru misjafnlega litaglaðir, en sumir eru einfaldlega bara hrifnari af jarðtónum. Þá er tilvalið að fá sér litríkari fylgihluti til að poppa upp útlitið, en þessi skærbleiki trefill fellur fullkomlega inn í það hlutverk.

Trefill frá Samsøe Samsøe fæst í Karakter og kostar 19.995 …
Trefill frá Samsøe Samsøe fæst í Karakter og kostar 19.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Ilmandi kósíheit!

Rok og rigning hefur einkennt vikuna og skapað fullkomnar aðstæður fyrir kósíheit. Þetta fallega kerti býr til notalega stemningu um leið og það lætur húsið ilma fáránlega vel. 

Kerti frá Nudesse fæst í Haf Store og kostar 7.900 …
Kerti frá Nudesse fæst í Haf Store og kostar 7.900 kr. Ljósmynd/Hafstore.is

Nauðsynleg í alla fataskápa!

Hlý og falleg húfa er ómissandi í alla fataskápa, að minnsta kosti hér á klakanum. Þessi húfa er frá danska hönnunarmerkinu Ganni og er hönnunin tímalaus og passar við allt. 

Húfa frá Ganni fæst í GK Reykjavík og kostar 14.995 …
Húfa frá Ganni fæst í GK Reykjavík og kostar 14.995 kr. Ljósmynd/Ntc.is

Sparislaufan 2023!

Bleika slaufan í ár er afar falleg en á bak við hana eru gullsmiðirnir Lovísa Halldórsdóttir og Unnur Eir Björnsdóttir. Hægt er að fá hina hefðbundnu bleiku slaufu í næluformi eða festa kaup á Sparislaufunni sem er þrædd upp á gullhúðaða og demantsskorna keðju.

Sparislaufan 2023 fæst í vefverslun Krabbameinsfélagsins og kostar 22.900 kr.
Sparislaufan 2023 fæst í vefverslun Krabbameinsfélagsins og kostar 22.900 kr. Ljósmynd/Vefverslun.krabb.is

Skandinavíska útlitið allan sólarhringinn!

Náttfötin frá Teklu hafa áður ratað á óskalistann enda þægileg flík sem hægt er að nota bæði á daginn og nóttunni. Þau koma í afar fallegum bleikum lit sem er fullkominn í október!

Náttskyrta frá Tekla fæst í Epal og kostar 18.900 kr.
Náttskyrta frá Tekla fæst í Epal og kostar 18.900 kr. Ljósmynd/Epal.is

Bleikt á baðherbergið!

Það þarf ekki að vera flókið að bæta smá bleikum töfrum inn á heimilið. Handklæðin frá Hay eru fullkomin inn á hvaða baðherbergi sem er!

Handklæði frá Hay fæst í Epal og kosta frá 1.150 …
Handklæði frá Hay fæst í Epal og kosta frá 1.150 til 12.300 kr. Ljósmynd/Epal.is

Hreyfing og litagleði!

Það er eitthvað sérstakt við það að hreyfa sig í nýjum íþróttafötum, ekki síst ef þau eru litrík og birta upp skammdegið. Þetta fallega sett gerir akkúrat það!

Íþróttatoppur frá Aim'n fæst í Wodbúð og kostar 5.990 kr.
Íþróttatoppur frá Aim'n fæst í Wodbúð og kostar 5.990 kr. Ljósmynd/Wodbud.is

Hitabursti drauma þinna!

Marga dreymir um að eignast góðan hitabursta og ekki skemmir fyrir ef hann kemur með nokkrum mismunandi hausum. Hins vegar dreymir enn fleirum um akkúrat þannig hitabursta, nema í fallega bleikum lit – hér er hann!

Hitabursti fæst hjá Sis Bis og kostar 24.990 kr.
Hitabursti fæst hjá Sis Bis og kostar 24.990 kr. Ljósmynd/Sisbis.is

Nærðu þig í kuldanum!

Varaolíur geta gert kraftaverk í kuldanum, en þær gefa vörunum ekki bara ómótstæðilegan gljáa heldur næra þær varirnar í leiðinni. 

Varaolía frá Clairins í litnum 04 Pitaya.
Varaolía frá Clairins í litnum 04 Pitaya. Ljósmynd/Clairins
mbl.is