Stutt hár það heitasta í ár

Hárið | 12. mars 2023

Stutt hár það heitasta í ár

Ef þú hefur íhugað að klippa hárið á þér stutt á þessu ári þá ert þú sannarlega ekki ein um það. Árið 2023 stefnir í að verða ár stutta hársins þar sem hver stjarnan á eftir annarri hefur leyft lokkunum að fjúka og skartar nú stuttu hári. 

Stutt hár það heitasta í ár

Hárið | 12. mars 2023

Samsett mynd

Ef þú hefur íhugað að klippa hárið á þér stutt á þessu ári þá ert þú sannarlega ekki ein um það. Árið 2023 stefnir í að verða ár stutta hársins þar sem hver stjarnan á eftir annarri hefur leyft lokkunum að fjúka og skartar nú stuttu hári. 

Ef þú hefur íhugað að klippa hárið á þér stutt á þessu ári þá ert þú sannarlega ekki ein um það. Árið 2023 stefnir í að verða ár stutta hársins þar sem hver stjarnan á eftir annarri hefur leyft lokkunum að fjúka og skartar nú stuttu hári. 

Smartland tók saman nokkrar glæsilegar stjörnur sem hafa sagt skilið við langar sturtuferðir og njóta þess nú að vera með stutt hár. Það ætti ekki að vera erfitt að sækja sér innblástur til Hollywood, enda eru stjörnurnar alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að tískunni. 

Zendaya

Leikkonan gerði allt vitlaust þegar hún mætti með stutta hárið á rauða dregilinn á dögunum.

Leikkonan Zendaya.
Leikkonan Zendaya. FRAZER HARRISON

Kourtney Kardashian

Raunveruleikastjarnan klippti hárið á sér nýlega stutt. Hún ákvað að fara alla leið eins og systir hennar, Kim Kardashian, og aflitaði hárið á sér í leiðinni. 

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian.
Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian. Skjáskot/Instagram

Elsa Hosk

Sænska fyrirsætan Elsa Hosk er algjör töffari með stuttu klippinguna.

Sænska fyrirsætan Elsa Hosk.
Sænska fyrirsætan Elsa Hosk. Skjáskot/Instagram

Jenna Ortega

Leikkonan, sem gerði allt vitlaust með hlutverki sínu í Netflix-þáttunum Wednesday, frumsýndi nýju hárgreiðsluna á Golden Globes-verðlaunahátíðinni.

Leikkonan Jenna Ortega.
Leikkonan Jenna Ortega. AMY SUSSMAN

Lizzo

Tónlistardívan var með flotta klippingu á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar síðastliðnum.

Tónlistarkonan Lizzo.
Tónlistarkonan Lizzo. AFP

Zoe Kravitz

Hin glæsilega leikkona Zoe Kravitz með klassíska pixie-klippingu.

Leikkonan Zoe Kravitz.
Leikkonan Zoe Kravitz. AFP

Florence Pugh

Leikkonan er alltaf jafn flott, en hún virðist elska stutta hárið og er dugleg að prófa nýjar greiðslur.

Leikkonan Florence Pugh.
Leikkonan Florence Pugh. Skjáskot/Instagram

Lucy Hale

Leikkonan er enginn nýliði þegar kemur að stuttu hári, en hún hefur skartað stuttri klippingu lengi enda fer það henni sérstaklega vel.

Leikkonan Lucy Hale.
Leikkonan Lucy Hale. Skjáskot/Instagram

Kim Kardashian

Raunveruleikastjarnan er þekkt fyrir að vera með langt hár, en stutta hárið fer henni þó sérlega vel.

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian.
Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian. Ljósmynd/instagram

Simona Tabasco

White Lotus-stjarnan hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið, en hún er með afar fallega klippingu.

White Lotus-stjarnan Simona Tabasco.
White Lotus-stjarnan Simona Tabasco. FRAZER HARRISON
mbl.is