Frumsýndi nýja hárið með stæl

Hárið | 19. júlí 2023

Frumsýndi nýja hárið með stæl

Fyrirsætan Emily Ratajkowski er þekkt fyrir að birta djarfar og kynþokkafullar myndir á samfélagsmiðlum sínum. Á dögunum gerði hún allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýtt útlit með sjóðheitri myndaseríu á Instagram.

Frumsýndi nýja hárið með stæl

Hárið | 19. júlí 2023

Fyrirsætan Emily Ratajkowski er orðin rauðhærð.
Fyrirsætan Emily Ratajkowski er orðin rauðhærð. Samsett mynd

Fyrirsætan Emily Ratajkowski er þekkt fyrir að birta djarfar og kynþokkafullar myndir á samfélagsmiðlum sínum. Á dögunum gerði hún allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýtt útlit með sjóðheitri myndaseríu á Instagram.

Fyrirsætan Emily Ratajkowski er þekkt fyrir að birta djarfar og kynþokkafullar myndir á samfélagsmiðlum sínum. Á dögunum gerði hún allt vitlaust þegar hún frumsýndi nýtt útlit með sjóðheitri myndaseríu á Instagram.

„Orðin rauðhærð,“ skrifaði Ratajkowski við myndaseríuna, en hún skartar nú eldrauðu hári. Hún þakkaði einnig hárgreiðslumeistaranum Jennu Perry fyrir vel heppnaða greiðslu í færslunni. 

Ratajkowski gerði seinast breytingu á útliti sínu í febrúar síðastliðnum þegar hún fór frá því að skarta löngu hári yfir í stutta klippingu og topp fyrir tískusýningu tískuhússins Marc Jacobs.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirsætan breytir um hárlit, en hún olli þó nokkrum usla á samfélagsmiðlum árið 2020 þegar hún frumsýndi ljósa lokka. Aðdáendur hennar virtust ekki allir jafn hrifnir af ljósa hárinu á þeim tíma, en svo virðist sem þeir taki nú rauða hárinu fagnandi og hefur fallegum ummælum um nýtt útlit fyrirsætunnar rignt inn. 

View this post on Instagram

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata)

mbl.is