Skandinavíska rótin sem tröllríður öllu á samfélagsmiðlum

Hárið | 15. ágúst 2023

Skandinavíska rótin sem tröllríður öllu á samfélagsmiðlum

Eitt heitasta trendið í hártískunni þessa dagana er svokölluð skandinavísk rót, hárlitunartækni sem skapar hið bjarta og lýsta útlit Skandinava. Uppruna nafnsins má rekja til þess að margir Norðurlandabúar eru með náttúrulega ljósa rót sem lýsist oftar en ekki í mikilli sól. 

Skandinavíska rótin sem tröllríður öllu á samfélagsmiðlum

Hárið | 15. ágúst 2023

TikTok-stjarna Monika og íslenski bloggarinn Jóhanna Helga eru á meðal …
TikTok-stjarna Monika og íslenski bloggarinn Jóhanna Helga eru á meðal þeirra sem hafa prófa litunaraðferðina. Samsett mynd

Eitt heitasta trendið í hártískunni þessa dagana er svokölluð skandinavísk rót, hárlitunartækni sem skapar hið bjarta og lýsta útlit Skandinava. Uppruna nafnsins má rekja til þess að margir Norðurlandabúar eru með náttúrulega ljósa rót sem lýsist oftar en ekki í mikilli sól. 

Eitt heitasta trendið í hártískunni þessa dagana er svokölluð skandinavísk rót, hárlitunartækni sem skapar hið bjarta og lýsta útlit Skandinava. Uppruna nafnsins má rekja til þess að margir Norðurlandabúar eru með náttúrulega ljósa rót sem lýsist oftar en ekki í mikilli sól. 

Tískubylgjan hefur dreifst um samfélagsmiðla eins og eldur í sinu og finna má ótalmörg myndbönd af fólki í litun til að ná fram þessu skandinavíska útliti. Ein af þeim er áhrifavaldurinn og bloggarinn Jóhanna Helga, sem deildi á dögunum ferlinu á bak við litunaraðferðina á Instagram-reikningi sínum.

Til að ná skandinavísku rótinni tekur hársnyrtirinn lítinn hluta hársins rétt við rótina, svokölluð englahár, og í stað þess að nota álþynnur er aflitunin borin beint á hárlokkana. Með þessari tækni kemst hársnyrtirinn nær hárlínunni til að skapa björt áhrif, þar sem rótin er aðeins ljósari en restin af hárinu og gefur hárinu sólkysst útlit, útskýrir Andrew Fitzsimmons í viðtali við Real Simple. 

Fitzsimmons leggur áherslu á að fá fagmanneskju til að sjá um litunina þar sem aflitunin er mjög nálægt húðinni og getur það ert bæði húð og augu ef liturinn er meðhöndlaður vitlaust.

@monika_mua_ Scandinavian Hairline trend 👀 had to give this a go hehe @Denise Phillips @Megan Mc Keown Hair nailed it 🥵 #scandinavianhairline #scandihair #blondehair #trendinghairstyle #hairtransformation ♬ Just A Girl - No Doubt

Skiptar skoðanir

Ekki eru þó allir hársnyrtar hrifnir af þessu nýja trendi. Kira Hellsten, hársnyrtir hjá Bleach London sem er sjálf frá Skandinavíu, telur að tískubylgjan feli í sér meiri áhættu en ágóða. Hellsten segir í viðtali við Evening Standard að vandamálið við tískubylgjur sem njóta vinsælda líkt og þessi geta orðið til þess að væntingar viðskiptavina fari úr böndunum. Rétt eins og allar aðrar tískubylgjur þá hentar þetta ekki öllum og því eru miklar líkur á því að einhverjir fari óánægðir frá hárgreiðslustofunni.  

Hellsten bendir þó einnig á að þar sem liturinn fari í rauninni bara í litlu englahárin fremst á höfðinu þá sé auðvelt að klúðra lituninni, sérstaklega ef hár viðkomandi er í dekkri kantinum. Evening Standard hefur einnig eftir húðlækninum Hayley Leeman að vegna eiturefnanna sem finna megi í aflitunarefninu ertist húðin oftar en ekki og því mælir hún ekki með því að einstaklingar sem eru með viðkvæma húð prófi þessar litunaraðferð.

Lokaútkoma litunaraðferðarinnar er þó engu að síður frískandi og falleg og er tilvalin fyrir sumartímann og haustið sem skellur brátt á.

mbl.is