Jenner sýndi mömmu-morgunrútínuna á TikTok

TikTok | 4. mars 2024

Jenner sýndi mömmu-morgunrútínuna á TikTok

Einn stærsti áhrifavaldur okkar tíma, Kylie Jenner, gaf aðdáendum sínum glögga innsýn í morgunrútínu sína. Jenner, 26 ára, birti myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok á fimmtudag og sýndi hvernig hún byrjar daginn sinn. Jenner á tvö ung börn með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Travis Scott.

Jenner sýndi mömmu-morgunrútínuna á TikTok

TikTok | 4. mars 2024

Kylie Jenner kann að sinna móðurhlutverkinu.
Kylie Jenner kann að sinna móðurhlutverkinu. DIA DIPASUPIL

Einn stærsti áhrifavaldur okkar tíma, Kylie Jenner, gaf aðdáendum sínum glögga innsýn í morgunrútínu sína. Jenner, 26 ára, birti myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok á fimmtudag og sýndi hvernig hún byrjar daginn sinn. Jenner á tvö ung börn með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Travis Scott.

Einn stærsti áhrifavaldur okkar tíma, Kylie Jenner, gaf aðdáendum sínum glögga innsýn í morgunrútínu sína. Jenner, 26 ára, birti myndskeið á samfélagsmiðlinum TikTok á fimmtudag og sýndi hvernig hún byrjar daginn sinn. Jenner á tvö ung börn með fyrrverandi kærasta sínum, rapparanum Travis Scott.

Rétt eins og flestir morgnar á flestum heimilum þá byrjar dagur Jenner á því að stíga fram úr rúminu. Þannig hefst tæplega einnar mínútu myndskeiðið. Næsta verkefni áhrifavaldsins er að bursta tennurnar.

Jenner hraðspólar að undirbúningi morgunverðar. Þar sést hún útbúa skólanesti fyrir dóttur sína. Mæðgurnar eiga gott spjall, en Stormi, sex ára, forvitnast meðal annars um hversu langt sé í afmælisdag sinn. Jenner hlær enda er stúlkan nýbúin að fagna sex ára afmæli sínu. Stormi er fædd 1. febrúar.

Í framhaldi fer Jenner og nær í son sinn, Aire, og tekur góðan tíma í morgunknús og kossa.

Hún vippar upp pönnukökum og töfrar fram gómsætan morgunverð fyrir börn sín og tekur síðan nokkrar mínútur til að hafa sig til fyrir daginn.

Tæpar tvær milljónir manna hafa þegar horft á myndskeiðið. 

mbl.is