Rifjaði upp nafnarugl í tilefni af tíu ára afmæli

TikTok | 4. mars 2024

Rifjaði upp nafnarugl í tilefni af tíu ára afmæli

Það er mikilvægt að hafa húmor fyrir sjálfum sér og þeim aðstæðum sem maður hefur lent í. Bandaríska söng- og leikkonan Idina Menzel hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér og hlær manna mest og hæst að einu eftirminnilegasta atviki sem gerst hefur á sviði Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Rifjaði upp nafnarugl í tilefni af tíu ára afmæli

TikTok | 4. mars 2024

Idina Menzel getur hlegið að atvikinu.
Idina Menzel getur hlegið að atvikinu. Samsett mynd

Það er mikilvægt að hafa húmor fyrir sjálfum sér og þeim aðstæðum sem maður hefur lent í. Bandaríska söng- og leikkonan Idina Menzel hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér og hlær manna mest og hæst að einu eftirminnilegasta atviki sem gerst hefur á sviði Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Það er mikilvægt að hafa húmor fyrir sjálfum sér og þeim aðstæðum sem maður hefur lent í. Bandaríska söng- og leikkonan Idina Menzel hefur mikinn húmor fyrir sjálfri sér og hlær manna mest og hæst að einu eftirminnilegasta atviki sem gerst hefur á sviði Óskarsverðlaunahátíðarinnar.

Menzel, 52 ára, minntist þess á laugardag að tíu ár voru þá liðin frá því að stórleikarinn John Travolta kynnti söng- og leikkonuna á svið til að flytja lagið „Let it Go“ úr Disney-kvikmyndinni Frozen.

Margir muna eflaust eftir því þegar Travolta mismælti sig og kallaði Menzel kolröngu nafni og kynnti á svið Adele Dazeem.

Menzel nýtti því tækifærið um helgina, rifjaði upp atvikið og óskaði hliðarsjálfi sínu innilega til hamingju með tíu ára afmælisdaginn.

„Hæ, Adele Dazeem, þetta er ég Idina Menzel. Ég vildi bara óska þér til hamingju með afmælið,” sagði söng- og leikkonan, sem heillaði heiminn sem Elsa í Frozen. „Ég vildi bara senda þér ást og jákvæða orku í tilefni dagsins. Ég vona að þú eigir yndislegan dag.”

@idinamenzel

Happy 10th birthday, Adele Dazeem!

♬ original sound - Idina Menzelmbl.is