Missa sig yfir gömlu myndbandi af Laufeyju

Frægar fjölskyldur | 5. febrúar 2024

Missa sig yfir gömlu myndbandi af Laufeyju

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið á sannkallaðri sigurför um heiminn. Hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun á sunnudagskvöldið fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna og spilaði á selló í sögufrægum flutningi Billy Joel á hátíðinni. 

Missa sig yfir gömlu myndbandi af Laufeyju

Frægar fjölskyldur | 5. febrúar 2024

Systurnar Laufey og Júnía sprengdu alla krúttskala í gömlu myndbandi …
Systurnar Laufey og Júnía sprengdu alla krúttskala í gömlu myndbandi sem Laufey birti á TikTok. Samsett mynd

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið á sannkallaðri sigurför um heiminn. Hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun á sunnudagskvöldið fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna og spilaði á selló í sögufrægum flutningi Billy Joel á hátíðinni. 

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur verið á sannkallaðri sigurför um heiminn. Hún hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun á sunnudagskvöldið fyrir plötu sína Bewitched í flokki hefðbundinna söng-poppplatna og spilaði á selló í sögufrægum flutningi Billy Joel á hátíðinni. 

Birti ofurkrúttlegt myndband

Laufey hefur einnig notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum, bæði á Instagram og TikTok, en þar er hún með samtals 6,2 milljónir fylgjenda. 

Nýverið birti Laufey myndband af sér og tvíburasystur sinni Júníu Lín Jónsdóttur sem hefur gert allt vitlaust á miðlinum með yfirskriftinni: „Vissir þú alltaf að þú yrðir tónlistarkona? Já.“ Í myndbandinu flytja systurnar jólalag á píanó og blokkflautu.

Hafa alla tíð verið mjög nánar

Laufey og Júnía eru eineggja tvíburar og hafa að sögn Laufeyjar alla tíð verið mjög nánar, en núna vinna þær saman. 

„Hún spil­ar oft á fiðlu hjá mér, en Jún­ía sér um all­an sjón­ræna heim­inn og er nú í fullri vinnu hjá fyr­ir­tæk­inu. All­ar mynda­tök­ur og tón­list­ar­mynd­bönd sér hún um, en hún var áður að vinna hjá Uni­versal Music í London en ég þurfti á henni að halda. Það er æðis­legt að vinna með henni og ég treysti henni og hún skil­ur mig svo vel,“ sagði Laufey í viðtali við Morgunblaðið í desember 2023. 

Systurnar hafa alla tíð verið mjög nánar og vinna nú …
Systurnar hafa alla tíð verið mjög nánar og vinna nú saman. Skjáskot/Instagram
mbl.is