Laufey skar sig úr í bleikum Chanel-kjól

Rauði dregillinn | 5. febrúar 2024

Laufey skar sig úr í bleikum Chanel-kjól

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær. Laufey sem hlaut verðlaun fyrir plötuna Bewitched vakti líka athygli á rauða dreglinum fyrir fallegan klæðaburð. 

Laufey skar sig úr í bleikum Chanel-kjól

Rauði dregillinn | 5. febrúar 2024

Laufey Lín Jónsdóttir var fallega klædd á Grammy-verðlaunahátíðinni.
Laufey Lín Jónsdóttir var fallega klædd á Grammy-verðlaunahátíðinni. AFP/Frederic J. Brown

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær. Laufey sem hlaut verðlaun fyrir plötuna Bewitched vakti líka athygli á rauða dreglinum fyrir fallegan klæðaburð. 

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í gær. Laufey sem hlaut verðlaun fyrir plötuna Bewitched vakti líka athygli á rauða dreglinum fyrir fallegan klæðaburð. 

Bleiki kjóllinn sem Laufey klæddist var frá franska tískuhúsinu Chanel en þetta er ekki í fyrsta skipti sem hún klæðist fötum frá tískuhúsinu. Bleiki liturinn hefur verið sérstaklega mikið í tísku undanfarið ár eða síðan kvikmyndin Barbie kom út. Doppótta mynstrið dettur aldrei úr tísku og er oft áberandi í hönnun Chanel.

Laufey Lín Jónsdóttir í bleikum kjól frá Chanel.
Laufey Lín Jónsdóttir í bleikum kjól frá Chanel. AFP/Robyn BECK

Á meðan Laufey valdi klassískt voru margar stjörnur sem tóku meiri áhættu á rauða dreglinum. Svarti liturinn var áberandi og margar tónlistarkonur klæddust kjólum sem þær myndu ekki klæðast í kaffiboði hjá ömmum sínum. 

Hér fyrir neðan má sjá fleiri stjörnur á rauða dreglinum. 

Taylor Swift í kjól frá Schiaparelli.
Taylor Swift í kjól frá Schiaparelli. AFP/Robyn BECK
Miley Cyrus klæddist kjól frá Maison Margiela.
Miley Cyrus klæddist kjól frá Maison Margiela. AFP/FRAZER HARRISON
Dua Lipa í silfruðum fötum frá Courrèges.
Dua Lipa í silfruðum fötum frá Courrèges. AFP/Robyn BECK
Summer Walker.
Summer Walker. AFP/Robyn BECK
John Legend og Chrissy Teigen. Teigen klæddist kjól frá Alexandre …
John Legend og Chrissy Teigen. Teigen klæddist kjól frá Alexandre Vauthier. AFP/ Robyn BECK
Heidi Klum og Tom Kaulitz.
Heidi Klum og Tom Kaulitz. AFP/FRAZER HARRISON
Paris Hilton klæddist kjól frá Reem Acra.
Paris Hilton klæddist kjól frá Reem Acra. AFP
Paris Jackson í svörtum kjól frá Celine.
Paris Jackson í svörtum kjól frá Celine. AFP/Robyn BECK
Doja Cat í fötum frá Dilara Findikoglu.
Doja Cat í fötum frá Dilara Findikoglu. AFP/ Robyn BECK
Olivia Rodrigo í kjól frá Versace.
Olivia Rodrigo í kjól frá Versace. AFP/FRAZER HARRISON
Kylie Minogue í rauðum kjól frá Dolce & Gabbana.
Kylie Minogue í rauðum kjól frá Dolce & Gabbana. AFP/Robyn BECK
mbl.is