Ljósbrot fékk áhorfendur til að rísa úr sætum

Rauði dregillinn | 16. maí 2024

Ljósbrot fékk áhorfendur til að rísa úr sætum

Ljósbrot, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sem hluti af Un Certain Regard keppninni.

Ljósbrot fékk áhorfendur til að rísa úr sætum

Rauði dregillinn | 16. maí 2024

Aðstandendur kvikmyndarinnar voru glæsilegir á rauða dreglinum.
Aðstandendur kvikmyndarinnar voru glæsilegir á rauða dreglinum. AFP

Ljósbrot, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sem hluti af Un Certain Regard keppninni.

Ljósbrot, nýjasta kvikmynd Rúnars Rúnarssonar, var heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær sem hluti af Un Certain Regard keppninni.

Hlaut myndin frábærar viðtökur, en í lok sýningar risu áhorfendur úr sætum sínum og uppskáru aðstandendur myndarinnar dynjandi lófatak.

Elínu Hall og Ágústi Wigum var hrósað í hástert fyrir frammistöðu sína. 

Um mynd­ina seg­ir í til­kynn­ingu að Ljós­brot ger­ist á fal­leg­um vor­degi þegar líf Unu snú­ist á hliðina á svip­stundu. Hefst þá rúss­íbanareið til­finn­inga þar sem mörk­in milli hlát­urs og grát­urs, feg­urðar og sorg­ar verða stund­um óskýr.

mbl.is