Flottustu eða furðulegustu skór sumarsins?

Rauði dregillinn | 28. apríl 2024

Flottustu eða furðulegustu skór sumarsins?

Það eru allt í einu allir byrjaðir að æfa tennis á Íslandi. Þá kemur sér það vel að tennisföt eru komin í tísku. Leikkonan Zendaya klæddist tennisfötum frá toppi til táar þegar hún kynnti myndina Challengers í Róm á dögunum. 

Flottustu eða furðulegustu skór sumarsins?

Rauði dregillinn | 28. apríl 2024

Zandaya mætti í tennisfötum þegar hún kynnti nýja tennismynd.
Zandaya mætti í tennisfötum þegar hún kynnti nýja tennismynd. Samsett mynd

Það eru allt í einu allir byrjaðir að æfa tennis á Íslandi. Þá kemur sér það vel að tennisföt eru komin í tísku. Leikkonan Zendaya klæddist tennisfötum frá toppi til táar þegar hún kynnti myndina Challengers í Róm á dögunum. 

Það eru allt í einu allir byrjaðir að æfa tennis á Íslandi. Þá kemur sér það vel að tennisföt eru komin í tísku. Leikkonan Zendaya klæddist tennisfötum frá toppi til táar þegar hún kynnti myndina Challengers í Róm á dögunum. 

Kjóllinn sem leikkonan klæddist líktist tenniskjólum. Kjóllinn var með áberandi v-hálsmáli og pilsið var afar stutt. Kjóllinn er frá spænska lúxusmerkinu Loewe að því fram kemur á vef breska Vogue

Að þessu sinni var það ekki kjóllinn sem vakti mesta athygli heldur skórnir sem Zendaya var í. Skórnir sem voru líka frá Loewe virkuðu eins og venjulegir hvítir hælar fyrir utan þá staðreynd að búið var að stinga hælunum í gegnum tennisbolta. 

Tennisþemað á rauða dreglinum átti afar vel við þar sem að myndin Challengers fjallar um tennis. 

Zendaya vakti athygli í óvenjulegum skóm.
Zendaya vakti athygli í óvenjulegum skóm. AFP/Tiziana FAB
Zendaya var flott í tenniskjólnum.
Zendaya var flott í tenniskjólnum. AFP/Tiziana FABI
mbl.is