Beruðu bakið í eins flík

Fatastíllinn | 14. janúar 2024

Beruðu bakið í eins flík

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz vakti ómælda athygli á rauða dregli Golden Globe verðlaunanna síðastliðinn sunnudag. Hann klæddist baklausum samfestingi frá tískuhúsinu Alexander McQueen og var að margra mati meðal best klæddu karla á svæðinu, en Kravitz er þekktur fyrir að taka áhættur þegar kemur að klæðaburði. 

Beruðu bakið í eins flík

Fatastíllinn | 14. janúar 2024

Það er ómögulegt að segja hvort þeirra er flottara!
Það er ómögulegt að segja hvort þeirra er flottara! Samsett mynd

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz vakti ómælda athygli á rauða dregli Golden Globe verðlaunanna síðastliðinn sunnudag. Hann klæddist baklausum samfestingi frá tískuhúsinu Alexander McQueen og var að margra mati meðal best klæddu karla á svæðinu, en Kravitz er þekktur fyrir að taka áhættur þegar kemur að klæðaburði. 

Bandaríski tónlistarmaðurinn Lenny Kravitz vakti ómælda athygli á rauða dregli Golden Globe verðlaunanna síðastliðinn sunnudag. Hann klæddist baklausum samfestingi frá tískuhúsinu Alexander McQueen og var að margra mati meðal best klæddu karla á svæðinu, en Kravitz er þekktur fyrir að taka áhættur þegar kemur að klæðaburði. 

Tæpri viku eftir verðlaunahátíðina þá mætti breska leikkonan Emily Blunt í spjallþátt Stephen Colbert íklædd sama baklausa samfestingi og Kravitz. Þegar Colbert forvitnaðist út í flíkina og spurði leikkonuna hvort hún væri sú sama og tónlistarmaðurinn hefði klæðst aðeins dögum áður þá játaði leikkonan.

Blunt viðurkenndi að hafa verið búin að ákveða að klæðast samfestingnum í viðtalið áður en hún sá rokkarann ganga rauða dregilinn.  

mbl.is