„Svanirnir“ mættu í stíl

Rauði dregillinn | 24. janúar 2024

„Svanirnir“ mættu í stíl

Mikill glamúr og gullfallegir kjólar einkenndu frumsýningu Feud: Capote vs. The Swans sem haldin var í New York-borg á þriðjudagskvöldið. Leikkonurnar sem fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni mættu í stíl, en allar voru þær stórglæsilegar í hvítum og svörtu síðkjólum. 

„Svanirnir“ mættu í stíl

Rauði dregillinn | 24. janúar 2024

Glæsileikinn var allsráðandi á frumsýningu Feud: Capote vs. The Swans.
Glæsileikinn var allsráðandi á frumsýningu Feud: Capote vs. The Swans. AFP

Mikill glamúr og gullfallegir kjólar einkenndu frumsýningu Feud: Capote vs. The Swans sem haldin var í New York-borg á þriðjudagskvöldið. Leikkonurnar sem fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni mættu í stíl, en allar voru þær stórglæsilegar í hvítum og svörtu síðkjólum. 

Mikill glamúr og gullfallegir kjólar einkenndu frumsýningu Feud: Capote vs. The Swans sem haldin var í New York-borg á þriðjudagskvöldið. Leikkonurnar sem fara með aðalhlutverk í þáttaröðinni mættu í stíl, en allar voru þær stórglæsilegar í hvítum og svörtu síðkjólum. 

Feud: Capote vs. The Swans er ný þáttaröð úr smiðju meistarans Ryan Murphy sem byggir á raunverulegum atburðum úr lífi rithöfundarins Truman Capote.

Stjörnulið leikara fer með hlutverk í þáttaröðinni en hina svokölluðu „svani“ túlka þær Demi Moore, Naomi Watts, Calista Flockhart, Chloë Sevigny, Diane Lane og Molly Ringwald. Hlutverk Capote er í höndum Tom Hollander. 

Demi Moore

Hin 61 árs gamla Moore skein skært í röndóttum Balmain-kjól. 

Demi Moore var töfrandi.
Demi Moore var töfrandi. AFP

Naomi Watts

Bresk-ástralska leikkonan Naomi Watts gekk svarta dregilinn ásamt eiginmanni sínum, leikaranum Billy Crudup. Hún var stórglæsileg í kjól frá franska tískuhúsinu Givenchy. 

Hjónin voru einkar glæsileg.
Hjónin voru einkar glæsileg. AFP

Calista Flockhart

Leikkonan sem heillaði heiminn í hlutverki sínu sem lögfræðingurinn Ally McBeal, Calista Flockhart, brosti blítt á svarta dreglinum. Flockhart klæddist afar fallegum kjól frá hönnuðinum Zuhair Murad. 

Það eru margir spenntir að sjá Calistu Flockhart aftur á …
Það eru margir spenntir að sjá Calistu Flockhart aftur á skjánum. DIMITRIOS KAMBOURIS

Chloë Sevigny

Leikkonan Chloë Sevigny lýsti upp svarta dregilinn í hvítum síðkjól með stórri slaufu frá tískuhúsi Simone Rocha. 

Chloë Sevigny var glæsileg í hvítu.
Chloë Sevigny var glæsileg í hvítu. AFP

Diane Lane

Leikkonan Diane Lane minnti helst á Hollywood-gyðjur fjórða áratugarins í þessum fagra flauelis- og silkikjól frá Christinu Ottaviano. 

Diane Lane var afar tignarleg.
Diane Lane var afar tignarleg. AFP

Molly Ringwald

Leikkonan Molly Ringwald sem margir þekkja úr kvikmyndinni The Breakfast Club var stórglæsileg í skemmtilegri hönnun frá Rodarte. 

Molly Ringwald mætti til leiks í þessum glæsilega kjól.
Molly Ringwald mætti til leiks í þessum glæsilega kjól. AFP
mbl.is