Hvort fer betur með hárið að þurrka það með eða án hárblásara?

Hárið | 4. desember 2022

Hvort fer betur með hárið að þurrka það með eða án hárblásara?

Í mörg ár hafa sérfræðingar varað okkur við afleiðingum þess að nota mikinn hita á hárið, svo sem hárblásara, sléttujárn og krullujárn, þar sem það geti valdið þurrum og klofnum endum sem brotni á endanum af. Af þeim tveimur valkostum sem í boði eru þegar kemur að því að þurrka hár - að þurrka það með eða án hárblásara - hefur því verið talið að seinni kosturinn sé vænlegri. 

Hvort fer betur með hárið að þurrka það með eða án hárblásara?

Hárið | 4. desember 2022

Athafnakonan Matilda Djerf er þekkt fyrir að vera með sérlega …
Athafnakonan Matilda Djerf er þekkt fyrir að vera með sérlega fallegt og heilbrigt hár, en hún nær þessum fallegu liðum fram með hárblásara. Skjáskot/Instagram

Í mörg ár hafa sérfræðingar varað okkur við afleiðingum þess að nota mikinn hita á hárið, svo sem hárblásara, sléttujárn og krullujárn, þar sem það geti valdið þurrum og klofnum endum sem brotni á endanum af. Af þeim tveimur valkostum sem í boði eru þegar kemur að því að þurrka hár - að þurrka það með eða án hárblásara - hefur því verið talið að seinni kosturinn sé vænlegri. 

Í mörg ár hafa sérfræðingar varað okkur við afleiðingum þess að nota mikinn hita á hárið, svo sem hárblásara, sléttujárn og krullujárn, þar sem það geti valdið þurrum og klofnum endum sem brotni á endanum af. Af þeim tveimur valkostum sem í boði eru þegar kemur að því að þurrka hár - að þurrka það með eða án hárblásara - hefur því verið talið að seinni kosturinn sé vænlegri. 

Hárgreiðslumeistarinn Cim Mahony er hins vegar ósammála þeirri staðhæfingu. Hann ræddi nýverið við Vogue um það hvernig hægt er að þurrka hár á sem heilbrigðastan máta, og svarið gæti komið þér á óvart. 

„Að blása hárið varlega með rétta hárblásaranum á lægsta hita þar til það er 90% þurrt er í raun betra fyrir hárið en að leyfa því að þorna náttúrulega,“ segir Mahony og bætir við að ástæða þess séu viðbrögð hársins við því að vera blautt. 

Mahony mælir gegn því að fólk sé með hárið blautt …
Mahony mælir gegn því að fólk sé með hárið blautt lengur en nauðsynlegt er. Skjáskot/Instagram

 „Ættir aldrei að vera með blautt hár lengi“

Talið er að hár geti drukkið í sig um 30% af heildarþyngd sinni af vatni sem veldur því að það bólgnar út og verður veikburða. „Hver og einn hárþráður samanstendur af nokkrum mismunandi bindiefnum, þar á meðal er svokallað  „vetnistengi“ sem brotnar þegar hárið er blautt,“ segir Mahony, en hann segir það einmitt vera ástæðu þess að hægt sé að breyta lögun hársins þegar það er þurrkað.

„Hárið missir líka mýkt þegar það er blautt, sem þýðir að því verður hættara við því að brotna eða rifna við rótina. Þess vegna ætti aldrei að vera með blautt hár lengi,“ bætir hann við. 

Öll viljum við vera með heilbrigt hár, en Mahony er með skothelda leið til að blása hárið á sem öruggastan máta.

Sex skref að fallegu og heilbrigðu hári.
Sex skref að fallegu og heilbrigðu hári. Skjáskot/Instagram

Öruggur hárblástur í sex skrefum

1. Notaðu hárbursta úr villisvínahárum fyrir sturtu

Áður en farið er í sturtu mælir Mahony með því að nota vandaðan hárbursta með  villisvínahárum til að dreifa olíu jafnt í gegnum hárið. 

2. Notaðu sjampó og næringu

Að því loknu mælir hann með því að nota sjampó og næringu, og nota gróftennta greiðu til að dreifa því varlega í gegnum hárið og minnka líkur á flækjum. 

3. Þurrkaðu hárið með örtrefjahandklæði

Mahony mælir með því að þurrka hárið fyrst með örtrefjahandklæði. 

4. Notaðu hárþurrkuna á lágri hitastillingu

Því næst er hárþurrka notuð á lágri stillingu, en hann mælir með því að hárþurrkan sé höfð á stöðugri hreyfingu. Forðist að nota bursta eða önnur tól meðan á blæstri stendur. 

5. Notaðu „leave in“ næringu á réttum tíma

Berið „leave in“ hárnæringu í hárið þegar það er um 80% þurrt. Það tryggir að hárið geti drukkið næringuna í sig án þess að vera sett undir óþarfa álag. 

6. Mótaðu hárið á réttum tíma

Þegar hárið er orðið 90 til 95% þurrt má nota kringlóttan bursta til að móta hárið, en hárið endurheimtir ekki styrk sinn og teygjanleika fyrr en það hefur náð þessu stigi þurrkunar. 

mbl.is